Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22.4.2023 21:15
Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22.4.2023 14:07
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22.4.2023 11:48
Ríkisstjórnin hafi fallið á báðum prófum Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. 17.4.2023 23:23
Handteknir grunaðir um að reka kínverska lögreglustöð í New York Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag tvo menn sem grunaðir eru um að vera útsendarar kínverska ríkisins, meðal annars með því að ógna kínverskum andófsmönnum í Bandaríkjunum. Mennirnir eru sagðir tengjast dularfullri kínverskri útvarðastöð í New York-borg, hvar þeir voru handteknir. 17.4.2023 22:56
Skera niður á morgun Fé frá Syðri-Urriðaá verður fellt á morgun, þar sem búið er að leysa förgunarvanda sem varð til þess að ekki var hægt að hefja niðurskurð í dag. 17.4.2023 21:09
Háskólinn glímir við gervigreindina Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. 17.4.2023 20:39
Tilgangur kærunnar í Blönduósmálinu ekki að koma höggi á aðra aðstandendur Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, mannsins sem varð Evu Hrund Pétursdóttur að bana á Blönduósi í ágúst á síðasta ári, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar sinnar um að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á máli hans. Brynjar Þór lést eftir árásina. Fjölskyldan vill að allt verði gert til að varpa ljósi á málið og segir ætlunina ekki vera að koma höggi á aðra sem eigi um sárt að binda vegna málsins. 17.4.2023 18:19
Galið að MS hafi aðgang að upplýsingum um nýfædd börn og herji á foreldra Móðir ungs barns er gagnrýnin á bæklinga sem Mjólkursamsalan hefur sent á foreldra ungra barna, þar sem Stoðmjólk, vara frá fyrirtækinu, er auglýst. 10.4.2023 20:48
Minnst fjórir látnir eftir sprenginguna í Marseille Minnst fjórir eru látnir eftir að tvö hús hrundu eftir sprengingu í Marseille aðfaranótt sunnudags. 10.4.2023 11:12