Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25.2.2024 19:25
Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. 25.2.2024 12:28
Fagnar sigri gegn kerfinu eftir fimm ára baráttu Fimm ára baráttu ungrar konu með sjaldgæfan taugasjúkdóm við kerfið er lokið. Sjúkratryggingar hafa staðfest að hún eigi rétt á hjólastólahjóli, eftir að hafa hafnað henni tvisvar áður. 24.2.2024 21:12
Funda aftur í hádeginu á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk nú um klukkan hálf sex. Boðað hefur verið til annars fundar klukkan tólf á morgun. 24.2.2024 17:40
Ný lögn í gegnum hraunið Lokað er fyrir heitt vatn á Grindavík meðan unnið er að því að tengja hjáveitulögn í bæinn. Með lögninni tapast minna af heitu vatni og hægt er að auka þrýstinginn. Um 25 manns vinna að verkinu, sem gengur vel. 24.2.2024 16:32
„Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur“ Samninganefndir breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Formaðurinn fylgist vel með en gefur ekki upp hvort VR sláist í för með þeim. 24.2.2024 11:59
Almannavarnir boða til íbúafundar fyrir Grindvíkinga Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Laugardalshöll fyrir íbúa Grindavíkur næstkomandi mánudag. Markmiðið er að upplýsa íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík. 24.2.2024 10:39
Endurkoma kanónu á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru Rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Leiklistarkanónan Jóhanna Vigdís, betur þekkt sem Hansa, er snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru og gaf tóndæmi í kvöldfréttum. 23.2.2024 22:09
Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar. 23.2.2024 20:30
Frikki þurfti að sækja Jón svo hann kæmist á Edrúartónleika Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir tróðu upp á Edrúartónleikum SÁÁ í Bæjarbíói í kvöld. Jón sprengdi dekk á leiðinni á tónleikana og því þurfti bróðir hans að koma og sækja hann. 21.2.2024 22:59