Ekkert ofbeldi á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina Ekkert ofbeldisbrot rataði inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Lögregla segir þjóðhátíðarhöld hafa farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega. Á Akureyri var nóttin rólegri en oft áður en mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík. 30.7.2022 12:08
Tíu ára þjálfarar hjálpa yngri krökkunum að elta drauma sína Tveir ungir drengir á Seltjarnarnesi bjóða um helgina upp á knattspyrnunámskeið fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Markmið þeirra er að hjálpa krökkunum að verða betri í fótbolta og elta drauma sína, en strákarnir skipulögðu námskeiðið og útfærðu æfingarnar sjálfir. 30.7.2022 07:01
„Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði“ Þó að stór hluti þjóðarinnar þeysist nú landshlutanna á milli eru alltaf einhverjir sem ákveða að vera heima og taka því rólega yfir verslunarmannahelgina. Sá hópur er þó langt frá því að vera dæmdur til að sitja auðum höndum og láta sér leiðast. 29.7.2022 20:30
Þjóðhátíð farin af stað í blíðskaparveðri: „Svæðið sjaldan verið jafn stappað og í gær“ Húkkaraballið, sem er óformlegt upphaf Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, fór nokkuð vel fram í gærkvöldi og áætlað er að aldrei hafi fleiri sótt ballið. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri ætla ekki að láta möguleikann á vondu veðri skemma verslunarmannahelgina fyrir sér. 29.7.2022 13:08
Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. 29.7.2022 08:31
Mikil gleði þegar helsta fyrirmyndin fékk flugvél nefnda eftir sér Flugakademía Íslands heiðraði í dag Ernu Hjaltalín, sem var fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf og atvinnuflugmannspróf hér á landi. Afkomendur hennar segja það mikinn heiður að ein kennsluvéla akademíunnar sé nú nefnd eftir Ernu. 28.7.2022 22:45
Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. 28.7.2022 06:30
Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27.7.2022 23:00
„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22.7.2022 22:36
Drekar og dýflissur í Geldingadölum í nýrri stórmynd Eldgosinu í Geldingadölum bregður fyrir í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina Dungeons & Dragons: Honor Among Thieves. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi. 22.7.2022 21:29