Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Luke Humphries, fyrrum heimsmeistari í pílukasti, mætir Paul Lim á heimsmeistaramótinu í Alexandra Palace í kvöld. Slæmt tap fyrir Lim breytti lífi Humphries, að hans sögn. 22.12.2025 11:02
Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Fár stuðningmaður Tottenham hefur gleymt eina marki Svíans Eriks Edman fyrir klúbbinn þegar hann negldi boltann af 45 metrunum yfir Jerzy Dudek í marki Liverpool fyrir 20 árum síðan. Það er eitt af fjölmörgum mörkum sem skoruð hafa verið í viðureignum liðanna í gegnum tíðina. 20.12.2025 11:32
Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Fyrrum fótboltamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker er allt annað en sáttur við fréttaflutning Mike Keegan hjá Daily Mail um komandi verkefni hans fyrir Netflix í kringum HM karla í fótbolta næsta sumar. 20.12.2025 08:01
Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Enski boltinn rúllar heldur betur á rásum Sýnar Sport í dag, frá morgni langt fram á kvöld. Önnur umferð hefst á HM í pílukasti. 20.12.2025 06:02
Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Rússinn Matvey Safonov var hetja PSG í sigri á Flamengo í úrslitaleik Álfubikars FIFA í vikunni þegar hann varði fjórar vítaspyrnur í 2-1 sigri liðsins í vítakeppni. Í ljós hefur komið að hann tryggði sigurinn með brot í annarri hendinni. 19.12.2025 22:31
Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sigurmark Garðars Inga Sindrasonar til að skjóta FH í undanúrslit bikarkeppninnar í handbolta rennur honum að líkindum seint úr minni. Hann skoraði á síðustu sekúndu leiksins mark sem skaut liðinu áfram. 19.12.2025 21:41
Immobile skaut Bologna í úrslit Bologna er komið í úrslit ítalska ofurbikarsins í fótbolta sem leikinn er í Sádi-Arabíu. Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá undanúrslitaleik liðsins við Inter. 19.12.2025 21:23
Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Stuðningsmenn Liverpool ættu að geta barið Jeremie Frimpong augum í fyrsta sinn um hríð er liðið mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Frimpong hefur verið frá síðan í október. 19.12.2025 21:15
KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna KA og Haukar komust í kvöld í undanúrslit Powerade-bikars karla í handbolta. KA sló ríkjandi meistara úr leik. 19.12.2025 20:04
Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Bandaríkjamaðurinn Leonard Gates var maður dagsins á HM í pílukasti, í það minnsta hingað til. Hann vann sinn fyrsta sjónvarpsleik í slétt ár og komst áfram eftir veglega danssýningu. 19.12.2025 19:30
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent