Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta er mikil­vægasti leikurinn í riðlinum“

„Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.

Engin hjarta­að­gerð en smá magnyl skaðar ekki

Ekki má búast við miklum breytingum á íslenska landsliðinu sem mætir því úkraínska í undankeppni HM 2026 á Laugardalsvelli í dag, ef marka má landsliðsþjálfarann. Fáum dylst mikilvægi leiksins upp á framhaldið.

Lofar Heimi rauð­víns­flösku úr efstu hillu

„Það eru tveir leikir eftir,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals. Hann gefur ekki upp alla von í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en til að sú barátta lifi þarf Víkingur að tapa stigum fyrir FH í kvöld.

„Hef ekki verið nægi­lega góður í sumar“

Jónatan Ingi Jónsson réði úrslitum þegar Valur vann mikilvægan 3-2 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Hann skoraði sín fyrstu mörk frá því í ágúst og kveðst meðvitaður um að hafa verið slakur að undanförnu.

Upp­gjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi

Á dögunum var lýst eftir 26 ára gömlum manni. Dökkhærðum, smágerðum, örvfættum og illviðráðanlegum hægri kantmanni að nafni Jónatan Ingi Jónsson. Leitin hefur staðið yfir um hríð. Allar götur síðan 22. ágúst, þegar hann skoraði síðast mark fyrir Val í Bestu deildinni. Hann fannst á Hlíðarenda í kvöld og skilaði liði sínu einkar mikilvægum 3-2 sigri á Stjörnunni sem skýtur Val í Evrópu að ári.

Sjáðu lygi­legar lokamínútur á Meistara­völlum

Það gekk á ýmsu undir lok botnslags KR og Aftureldingar í Bestu deild karla síðdegis. Þrjú mörk voru skoruð á 90. mínútu eða síðar og rautt spjald fór á loft. Leiknum lauk 2-2 og fóru bæði lið ósátt frá borði.

„Verðum nú að fagna þessu að­eins“

„Þetta er svo góð tilfinning. Þetta er súrrealískt,“ segir Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn í kjölfar sigurs á Víkingi í kvöld.

Sjá meira