Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gervi­greind á jólaísnum hafi komið á ó­vart

Ódýrar leiðir í markaðssetningu með hjálp gervigreindar hafa áhrif á ímynd vöru og vörumerkja gagnvart neytendum. Formaður íslenskra teiknara segir það koma á óvart að Kjörís hafi notað gervigreind til að myndskreyta jólaís.

Dagar Úffa mögu­lega taldir

Kona sem á hundi sínum líf sitt að þakka segist harmi slegin eftir að hafa fengið bréf frá Matvælastofnun þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna skorts á heilsu. Tveir dýralæknar hafi vottað heilsu Úlfgríms, eða Úffa eins og hann er kallaður.

Dæmi um að ís­lenskir á­hrifa­valdar mæli með fæðingu án að­stoðar

Fæðingum án nokkurrar aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks hefur fjölgað hér á landi á milli ára. Um er að ræða tískufyrirbæri sem á fyrirmynd sína að sækja vestur um haf en formaður Félags ljósmæðra segir einnig dæmi um áhrifavalda hér á landi mæli með þessari varhugaverðu aðferð.

Allir bílarnir ó­nýtir og mildi að ekki fór verr

Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn.

Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla

Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Úrræðaleysi og afskiptaleysi taki við eftir átján ára aldur.

Mynd­skeið af vopna­skaki leiddi til hús­leitar og hand­töku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið.

Sjá meira