Þú læknar ekki áföll með því að troða tveimur fingrum inn Kynfræðingur efast um réttmæti heilandi kynlífsvinnu, eins og tíðkast víða á Íslandi í nýaldarfræðum og andlega heiminum. Hún hefur fengið fjölda beiðna um að taka þátt í allskonar andlegum kynlífs-tengdum viðburðum, en afþakkar alltaf. 29.5.2022 19:01
Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23.5.2022 08:00
Fengu nafnlausa afsökunarbeiðni og ítarlega skýringu vegna níðstangarinnar Hjónin á Skrauthólum óttast um öryggi fjölskyldu sinnar og dýra eftir ítrekuð alvarleg atvik í tengslum við nágranna þeirra á Sólsetrinu, andlegu setri. Þau hafa óskað eftir aðkomu stjórnvalda í meira en tvö ár, en ekkert gerist. Þeim bárust nafnlaus skilaboð fyrir skömmu þar sem þau voru fullvissuð um að níðstöng sem var reist við bæinn, hafi ekki verið beint að þeim, heldur Sólsetrinu. 22.5.2022 18:30
Gísli stjörnuspekingur búinn að loka vefsíðu Gáruáhrifa Gísli Gunnarsson Bachmann, stjörnuspekingur og jógakennari, er búinn að loka heimasíðu og Facebook-síðu Gáruáhrifa. Það gerði hann eftir að myndskeið af honum var birt í Kompás þar sem hann er að beita skjólstæðing sinn andlegu ofbeldi undir merkjum stjörnulesturs. Fleiri konur hafa stigið fram vegna mannsins. 17.5.2022 16:00
„Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. 16.5.2022 07:00
Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt.“ Í Kompás segja viðmælendur frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. 14.5.2022 07:00
Samverustund með stjörnuspekingi breyttist í martröð Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát. 12.5.2022 07:00
„Ég hef hvergi getað leitað réttlætis eða úrvinnslu“ Ekkert eftirlit er með óhefðbundnum heilunar- og sjálfshjálparaðferðum og lítið gert nema þolendur verði fyrir alvarlegum lögbrotum. Kona sem hefur ítrekað orðið fyrir ofbeldi og misbeitingu í andlega heiminum kallar eftir vettvangi til að tilkynna brot. 10.5.2022 18:31
Venjulegt fólk á tímamótum líklegast til að kaupa hugmyndafræði sértrúarhópa Sálfræðingur sem sérhæfir sig í sértrúarsöfnuðum og trúarhreyfingum segir þolendur trúarofbeldis oftast ekki átta sig á ofbeldinu fyrr en stigið er út úr aðstæðum. Flestir ganga til liðs við söfnuði eða trúarhreyfingar á tímamótum í lífi sínu. 10.5.2022 12:01
Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10.5.2022 07:01