Þurfum meiri fyrirsjáanleika en bara nokkrar vikur í senn Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar vegna faraldursins. Staðan sé alvarleg og nauðsynlegt að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en í einungis nokkrar vikur í senn. 5.10.2020 12:39
Boða ekki „flatan, umfangsmikinn“ niðurskurð Fjármálaráðherra telur ásættanlegt að nýta sterka skuldastöðu ríkisins tímabundið til að bregðast við efnahagslægðinni sem nú gengur yfir. 1.10.2020 12:14
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29.9.2020 18:58
Járnvilji í bestu dúfu landsins Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. 28.9.2020 20:00
Aðgerðir líklega kynntar á morgun Atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um uppsögn Lífskjarasamningsins var frestað til hádegis á morgun. Fundað hefur verið stíft í dag um alvarlega stöðu á vinnumarkaði og líklegt þykir að aðgerðir stjórnvalda verði kynntar á morgun. 28.9.2020 19:00
Konur stjórnarformenn í einungis fjórðungi félaga í eigu ríkisins Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. 27.9.2020 22:00
Þjóðir setja Ísland vafalaust á rauða lista Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær og fimmtíu og sjö greindust smitaðir. 23.9.2020 18:17
Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22.9.2020 18:05
Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22.9.2020 12:33
Matarverð hækkar umtalsvert Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þriðjung. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum. 22.9.2020 12:04