Rætt um útlilokanir og vinsæla flokka á þingi Rætt var um möguleg stjórnarsamstörf og útilokanir flokka í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist ekki treysta Miðflokknum til þess að standa við orð sín og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa farið vel með völd. Lilja Rafney Gunnarsdóttir, þingmaður VG, telur ljóst að flokkurinn verði vinsæll samstarfskostur eftir kosningar. 2.6.2021 13:55
Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar Póst- og fjarskiptastofnun hafa borist kvartanir vegna óumbeðinna símtala í tengslum við prófkjör sem nú fara fram. Forstjóri Persónuverndar segir að stofnunin muni fylgjast vel með notkun stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar. Fólk þurfi að samþykkja vinnslu á persónuupplýsingum sem eru fengnar þaðan. 2.6.2021 12:10
Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1.6.2021 18:30
Þingmenn skulda Samherja engar skýringar Rætt var um Samherjamálið í umræðum um störf þingisins á Alþingi í dag og gerði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bréf sem fyrirtækið sendi menntamálaráðherra að umtalsefni. 1.6.2021 14:08
Utanríkisráðuneytið krefur Dani svara um njósnir og lýsir yfir vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafist skýringa frá Dönum vegna fregna um aðstoð þeirra við njósnir Bandaríkjamanna. 31.5.2021 14:08
Þykir leitt að yfirfærslan gekk ekki sem skyldi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ferlið við greiningar á leghálssýnum í Danmerku ganga betur með hverri vikunni sem líður. 31.5.2021 13:46
Langflestir vilja að Katrín leiði næstu ríkisstjórn Langflestir eða nærri helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu vilja Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra landsins. Stuðningur við formann Samfylkingarinnar helmingast á milli kannana. 28.5.2021 18:36
Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27.5.2021 17:30
Embætti landlæknis styður bann við spilakössum Embætti landlæknis segir rannsóknir benda til þess að spilakassar séu sú tegund fjárhættuspila sem helst tengist spilafíkn og styður bann við spilakössum sem lagt er til í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. 27.5.2021 17:26
Lagt til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar Lagt er til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar og að heilbrigðisráðherra verði gert að leggja fram frumvarp þess efnis í þingsályktunartillögu sem Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram. Tillöguna styðja einnig aðrir þingmenn Samfylkingarinnar. 27.5.2021 14:28