Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 12:21 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar segir ekki tímabært að tjá sig um hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi Svavarsdóttur vantrausti. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist vilja geta horft í spegil eftir mögulega tillögu. vísir/samett Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. Óhætt er að segja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundið hvalveiðibann hafi verið umdeild og er stjórnsýslan í kringum hana meðal annars til athugunar hjá umboðsmanni Alþingis. Svandís svaraði spurningum umboðsmanns fyrir viku en ekki liggur fyrir hvenær álit hans verður birt. Samkvæmt svörum frá embættinu er þó stefnt að því að ákvörðun um endanlegar lyktir málsins liggi fyrir svo fljótt sem unnt er. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa kveðið upp sinn dóm þar sem flokksráðsfundur þeirra samþykkti um helgina ályktun sem segir að matvælaráðherra hafi hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs við ákvörðunina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem sótti fundinn telur sjálfur að lög hafi verið brotin og segir málið risastórt í huga Sjálfstæðismanna. „Við höfum alltaf talið það mjög mikilvægt að skapa atvinnulífinu í landinu lagalega umgjörð sem hægt er að vinna eftir. Þess vegna er þetta mjög stórt mál í huga okkar margra að atvinnufrelsið sjálft skuli vera haft svona að pólitískum leiksoppa.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.vísir/Arnar Halldórsson Elliði telur líklegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillagu komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur að minnsta kosti ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna um slíka tillögu. Titringurinn virðist því jafnvel meiri innan stjórnarflokkanna en utan þeirra. Leggi stjórnarandstaðan ekki fram slíka tillögu, finnst þér að Sjálfstæðismenn ættu að gera það? „Ég hef enga trú á öðru en að vantrauststillagan komi fram frá stjórnarandstöðunni,“ segir Elliði. „Ef ráðherra er fundinn sekur um lögbrot og að hafa fylgt eftir pólitísku stefnumáli sínu gegn lögum í landinu er eðlilegt að það sé látið reyna á það hvort viðkomandi ráðherra njóti trausts Alþingis.“ Í samtali við fréttastofu staðfestir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, að hann hafi á flokksráðsfundinum sagst vilja geta horft í spegil - þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Inntur eftir svörum um meiningu þess vildi hann ekki tjá sig frekar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Hún útilokar hvoruga afstöðu og segir að ákvörðunin verði tekin út frá fyrirliggjandi gögnum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Óhætt er að segja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundið hvalveiðibann hafi verið umdeild og er stjórnsýslan í kringum hana meðal annars til athugunar hjá umboðsmanni Alþingis. Svandís svaraði spurningum umboðsmanns fyrir viku en ekki liggur fyrir hvenær álit hans verður birt. Samkvæmt svörum frá embættinu er þó stefnt að því að ákvörðun um endanlegar lyktir málsins liggi fyrir svo fljótt sem unnt er. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa kveðið upp sinn dóm þar sem flokksráðsfundur þeirra samþykkti um helgina ályktun sem segir að matvælaráðherra hafi hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs við ákvörðunina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem sótti fundinn telur sjálfur að lög hafi verið brotin og segir málið risastórt í huga Sjálfstæðismanna. „Við höfum alltaf talið það mjög mikilvægt að skapa atvinnulífinu í landinu lagalega umgjörð sem hægt er að vinna eftir. Þess vegna er þetta mjög stórt mál í huga okkar margra að atvinnufrelsið sjálft skuli vera haft svona að pólitískum leiksoppa.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.vísir/Arnar Halldórsson Elliði telur líklegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillagu komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur að minnsta kosti ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna um slíka tillögu. Titringurinn virðist því jafnvel meiri innan stjórnarflokkanna en utan þeirra. Leggi stjórnarandstaðan ekki fram slíka tillögu, finnst þér að Sjálfstæðismenn ættu að gera það? „Ég hef enga trú á öðru en að vantrauststillagan komi fram frá stjórnarandstöðunni,“ segir Elliði. „Ef ráðherra er fundinn sekur um lögbrot og að hafa fylgt eftir pólitísku stefnumáli sínu gegn lögum í landinu er eðlilegt að það sé látið reyna á það hvort viðkomandi ráðherra njóti trausts Alþingis.“ Í samtali við fréttastofu staðfestir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, að hann hafi á flokksráðsfundinum sagst vilja geta horft í spegil - þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Inntur eftir svörum um meiningu þess vildi hann ekki tjá sig frekar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Hún útilokar hvoruga afstöðu og segir að ákvörðunin verði tekin út frá fyrirliggjandi gögnum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira