varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Áttaði sig ekki á að henni hefði verið nauðgað

Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis

Fjárhagslegur ávinningur af sólarskoðun

Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni.

Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi

Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna.

Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda

Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við.

Leigjendur ósáttir við Airbnb frumvarp

Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.

Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera

Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra.

Borgin og HR ósammála um braggasamninginn

Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi.

Tonn af smámynt til sölu

Gamlir farsímar, ein fyrsta fartölvan og tonn af smámynt eru á meðal hluta í stóru safni sem er nú til sölu. Eigandinn ætlar að segja skilið við verslunarrekstur og telur ýmis gróðatækifæri fólgin í verðmætunum.

Eldri borgarar flykkjast í skattleysi í Portúgal

Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár.

Sjá meira