Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hátt í sjö hundruð látist í á­rásum Ísraela

Níunda sólarhringinn í röð halda loftárásir Írana og Ísraela á víxl áfram. Viðvörunarflautur ómuðu um miðhluta Ísrael í nótt þegar íranski herinn hóf að skjóta eldflaugum á landið. Ísraelsher segist hafa skotið niður fjölda eldflauga og svarað í sömu mynt. 

Á­rásir halda á­fram meðan fundað er í Genf

Íranir og Ísraelar hafa haldið áfram loftárásum á víxl í dag. Björgunarsveitir í Ísrael segja einn látinn og tugi særða eftir árás Írana á borgina Haifa síðdegis í dag. Á meðan funduðu utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands með utanríkisráðherra Íran í Genf í von um að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. 

Kemst ekki inn í landið og Haf­dís þarf að bíða

Indversk kona sem fann með hjálp vef- og samfélagsmiðla styrktarforeldrið Hafdísi þarf að bíða með Íslandsheimsókn sína eftir að hún fékk ekki vegabréfsáritun til að komast inn í landið. 

„Er allt komið í hund og kött?“

Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 

Kalli Snæ biðst af­sökunar

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ, hefur beðist afsökunar á að hafa haldið því fram að embætti landlæknis hafi svipt hann læknaleyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir.

Bíl­stjóri ráð­herra lagði ríkið

Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. 

Sjá meira