Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni. 19.3.2025 20:15
Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni. 19.3.2025 18:24
Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Bandarískur ferðamaður, sem var bjargað af björgunarsveitum eftir að hafa verið fastur í Loðmundarfirði í fimm daga, segist uppfullur þakklætis í garð allra sem komu að björguninni. Hann sé fullkomið dæmi um vitlausa ameríska túristann sem sífellt sé varað við. Hann vonar að saga sín verði öðrum víti til varnaðar. 19.3.2025 16:48
Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Vladimír Pútín Rússlandsforseti er staddur í Kúrskhéraði í Rússlandi í fyrsta skipti síðan Úkraínuher réðist skyndilega inn í héraðið í ágúst í fyrra. 13.3.2025 00:04
Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Lögregluyfirvöld í Frakklandi rannsaka skotárás sem gerð var á 71 árs gamlan fyrrverandi mafíuleiðtoga á hraðbraut nærri borginni Grenoble í morgun. 12.3.2025 23:00
Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Hersveitir í Pakistan luku í kvöld við að frelsa eftirlifandi gísla sem höfðu verið í gíslingu aðskilnaðarsinna í Balochistan-héraði í rúman sólarhring. Allir 33 vígamennirnir voru drepnir í aðgerðinni. 12.3.2025 21:15
Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12.3.2025 18:45
Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Blaðamannaverðlaunin voru veitt fyrr í kvöld. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, blaðamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir þættina Vistheimilin. 12.3.2025 17:44
Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Rektor Háskóla Íslands hefur ákveðið, að höfðu samráði við forseta Hugvísindasviðs, að Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands og prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, verði prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar við háskólann. 12.3.2025 17:18
Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. 12.3.2025 10:06
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti