Veður

Gular við­varanir taka gildi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hvassast verður á Suðausturlandi og á Austfjörðum í dag.
Hvassast verður á Suðausturlandi og á Austfjörðum í dag. Vísir/Vilhelm

Nú með morgninum léttir til um landið vestanvert og þar á eftir sunnantil, en fyrir norðan og austan með kvöldinu. Gular viðvaranir vegna vinds eru í gildi á Suðausturlandi, austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum þar til síðdegis.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Samkvæmt viðvaranakorti er spáð norðvestan 18-25 m/s og vindhviðum allt að 40 m/s á Suðausturlandi í dag. 

Samhliða því að léttir til og lægir, kólnar smá saman. Um miðnætti ætti samkvæmt spá veðurfræðings að vera mjög gott veður til að skjóta upp flugeldum þótt hægur vindur sums staðar geti verið það hægur að svifryk eða reykur sitji lengur yfir með tilheyrandi mengun.

Norðlæg átt á mogun, nýársdag og dálítil él, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost 0 til 10 stig, svalast í innsveitum fyrir norðan. Síðan er svipað veðurlag um helgina.

Varasamt ferðaveður verður í dag, sérstaklega fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×