„Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18.3.2024 22:48
Sigurinn fordæmdur af evrópskum og bandarískum stjórnvöldum Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fordæmt úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fóru um helgina. Á meðan hafa stjórnvöld í Kína, Indlandi, Norður Kóreu og Íran óskað Pútín til hamingju með sigurinn. 18.3.2024 21:10
Pizza King til sölu á þrettán milljónir Rekstur veitingastaðarins Pizza King, sem staðsettur er við Skipholt 70, er til sölu. Ásett verð eru þrettán milljónir. 18.3.2024 20:11
Tveggja ára fangelsi fyrir hnífaárás vegna lélegs kókaíns Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. 18.3.2024 19:08
Hægrimenn taka fram úr sósíalistum í Portúgal Þingkosningar Portúgala fóru fram í dag. Mið-hægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið virðist ætla að fara með sigur úr býtum en hann leiðir naumlega eftir að 92% atkvæða hafa verið talin. 10.3.2024 23:44
Björgunarsveitir leita týnds skíðahóps í Ölpunum Mikill fjöldi björgunarfólks í Sviss leitar nú hóps skíðafólks sem ekki hefur spurst til síðan í nótt. Vegna slæmra veðurskilyrða gengur leitin hægt. 10.3.2024 22:36
Spáir í spilin: „Alveg eins hægt að afhenda Nolan styttuna nú þegar“ Óskarsverðlaunin verða veitt í 96. skiptið í kvöld. Annar lýsandi hátíðarinnar segir Oppenheimir munu vinna flest verðlaun en harmar hve fáar tilnefningar Barbie fær. 10.3.2024 21:29
Léttklæddir léku sér á fyrsta vordegi ársins Sólin lét sjá sig í höfuðborginni í dag, íbúum mörgum til mikillar gleði. Veðurfræðingur segir að þrátt fyrir að vorið sé við það að fæðast sé nóg eftir af vetrinum. 10.3.2024 20:07
Hryllingsmyndin um Bangsímon valin sú versta á Razzie-verðlaununum Razzie-verðlaunahátíðin svokallaða var haldin í gær. Á henni var hryllingsmyndin Winnie the Pooh: Blood and Honey ótvíræður „sigurvegari“ en hún hlaut verðlaun í fimm af tíu flokkum. 10.3.2024 18:48
Hundi bjargað úr sprungu í Hafnarfirði Björgunarsveit Hafnarfjarðar var boðuð út í dag þegar tilkynnt var um að hundur sem var á göngu með eiganda sínum við Stórhöfðastíg, hefði dottið ofan í þrönga og djúpa sprungu og kæmist hvergi. 10.3.2024 18:43