Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2025 22:42 Samdráttur í ferðaþjónustu var til umfjöllunar síðasta sumar. Þrátt fyrir það fjölgaði ferðamönnum um rúm tvö prósent milli ára. Vísir/Vilhelm Ferðamálastofa hefur birt spá um fjölda erlendra ferðamanna fyrir næstu fimm ár. Stofnunin spáir um það bil sama ferðamannafjölda í ár og í fyrra en allt að sjö prósent fjölgun árið 2026. Í frétt á vef Ferðamálastofu kemur fram að rúmlega 2,2 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í fyrra, 2,2 prósent fleiri en árið áður. „Fyrsti ársfjórðungur var erfiður í greininni; náttúruhamfarir á Reykjanesi og neikvæð erlend fréttaumfjöllun um þær ollu miklum afbókunum og óvissu um framhaldið.“ Engu að síður hafi Ferðamálastofu talist til að erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvöll hefðu verið 9 prósent fleiri á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma 2023. Dróst saman í vor en umtalsverð fjölgun í lok árs Niðursveiflan hafi aftur á móti komið fram á öðrum fjórðungi og allir mánuðir fjórðungsins hafi sýnt samdrátt milli ára, sem mældist 4,8 prósent fyrir fjórðunginn í heild. Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi var iðulega til umfjöllunar síðasta sumar. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði stöðuna í ferðamennsku hér á landigrafalvarlega og Lilja Alfreðsdóttir þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra boðaði hundrað milljón króna markaðsherferð á Íslandi sem ferðamannastað. Á sama tíma Áramótaspá Ferðamálastofu í þúsundum ferðamanna, ásamt síðustu spá til samanburðar fyrir árin 2024-2026.Ferðamálastofa Fram kemur í frétt Ferðamálastofu að á þriðja ársfjórðungi hafi komið á ákveðið jafnvægi aftur. „Töldust ferðamenn tæplega einu prósenti fleiri en á sama tíma 2023 en fjórðungurinn inniheldur stærstu ferðamánuði ársins, júlí og ágúst.“ Allan lokafjórðung 2024 hafi hins vegar aftur orðið umtalsverð fjölgun á milli ára, ríflega 6 prósent, sem hafi skilað fjölgun erlendra ferðamanna 2024 miðað við fyrra ár. Spá sjö prósenta fjölgun á næsta ári Þá segir að ákveðin teikn eru á lofti um að nokkuð muni draga úr fjölda flugferða til og frá landinu á þessu ári, miðað við í fyrra. Sum erlend flugfélög hafi til að mynda breytt fyrri áætlunum um flug til landsins auk þess sem flugfélagið Play hafi tilkynnt um verulega breytingu á viðskiptalíkani félagsins, sem meðal annars felur í sér samdrátt á flugi til og frá Íslandi. Á móti gæti nýtingarhlutfall sæta í ferðum hugsanlega hækkað. „Intellecon, sem er spágerðaraðili fyrir hönd Ferðamálastofu, hefur í þessari nýju spá ekki gengið svo langt að spá samdrætti í ár, heldur spáir um það bil sama fjölda og í fyrra.“ Á næsta ári og árin á eftir geri spáaðili aftur á móti ráð fyrir því að jafnvægi hafi komist á í flugi til og frá landinu, í samræmi við eftirspurn. Og að fjöldi erlendra ferðamanna til landsins stýrist fyrst og fremst af áætluðum hagvexti í OECD löndunum, sem innihalda mikilvægustu upprunamarkaði íslenskrar ferðaþjónustu. Það skýri nokkuð mikinn áætlaðan vöxt á árinu 2026, eða um sjö prósent. Árin þar á eftir sé spáð mun hóflegri fjölgun erlendra ferðamanna, um það bil 3-4 prósent hvert ár. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Í frétt á vef Ferðamálastofu kemur fram að rúmlega 2,2 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í fyrra, 2,2 prósent fleiri en árið áður. „Fyrsti ársfjórðungur var erfiður í greininni; náttúruhamfarir á Reykjanesi og neikvæð erlend fréttaumfjöllun um þær ollu miklum afbókunum og óvissu um framhaldið.“ Engu að síður hafi Ferðamálastofu talist til að erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvöll hefðu verið 9 prósent fleiri á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma 2023. Dróst saman í vor en umtalsverð fjölgun í lok árs Niðursveiflan hafi aftur á móti komið fram á öðrum fjórðungi og allir mánuðir fjórðungsins hafi sýnt samdrátt milli ára, sem mældist 4,8 prósent fyrir fjórðunginn í heild. Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi var iðulega til umfjöllunar síðasta sumar. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði stöðuna í ferðamennsku hér á landigrafalvarlega og Lilja Alfreðsdóttir þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra boðaði hundrað milljón króna markaðsherferð á Íslandi sem ferðamannastað. Á sama tíma Áramótaspá Ferðamálastofu í þúsundum ferðamanna, ásamt síðustu spá til samanburðar fyrir árin 2024-2026.Ferðamálastofa Fram kemur í frétt Ferðamálastofu að á þriðja ársfjórðungi hafi komið á ákveðið jafnvægi aftur. „Töldust ferðamenn tæplega einu prósenti fleiri en á sama tíma 2023 en fjórðungurinn inniheldur stærstu ferðamánuði ársins, júlí og ágúst.“ Allan lokafjórðung 2024 hafi hins vegar aftur orðið umtalsverð fjölgun á milli ára, ríflega 6 prósent, sem hafi skilað fjölgun erlendra ferðamanna 2024 miðað við fyrra ár. Spá sjö prósenta fjölgun á næsta ári Þá segir að ákveðin teikn eru á lofti um að nokkuð muni draga úr fjölda flugferða til og frá landinu á þessu ári, miðað við í fyrra. Sum erlend flugfélög hafi til að mynda breytt fyrri áætlunum um flug til landsins auk þess sem flugfélagið Play hafi tilkynnt um verulega breytingu á viðskiptalíkani félagsins, sem meðal annars felur í sér samdrátt á flugi til og frá Íslandi. Á móti gæti nýtingarhlutfall sæta í ferðum hugsanlega hækkað. „Intellecon, sem er spágerðaraðili fyrir hönd Ferðamálastofu, hefur í þessari nýju spá ekki gengið svo langt að spá samdrætti í ár, heldur spáir um það bil sama fjölda og í fyrra.“ Á næsta ári og árin á eftir geri spáaðili aftur á móti ráð fyrir því að jafnvægi hafi komist á í flugi til og frá landinu, í samræmi við eftirspurn. Og að fjöldi erlendra ferðamanna til landsins stýrist fyrst og fremst af áætluðum hagvexti í OECD löndunum, sem innihalda mikilvægustu upprunamarkaði íslenskrar ferðaþjónustu. Það skýri nokkuð mikinn áætlaðan vöxt á árinu 2026, eða um sjö prósent. Árin þar á eftir sé spáð mun hóflegri fjölgun erlendra ferðamanna, um það bil 3-4 prósent hvert ár.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira