Hjón rænd í Fossvogi um hábjartan dag: „Þetta var svo súrrealískt“ Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, lenti í því á laugardaginn að tveir menn héldu að honum hníf og rændu hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsir atvikinu sem súrrealísku. 8.8.2023 00:01
Handjárnagjörningurinn skilaði Sindra þúsund fylgjendum Hinum 23 ára gamla Sindra Leví hefur nú tekist að afla sér eitt þúsund fylgjenda eftir að hafa verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur síðan á laugardag. 7.8.2023 23:01
Örtröð og tómar hillur á rýmingarsölu Krónunnar Örtröð myndaðist í verslun Krónunnar á Granda í dag þar sem rýmingarsala fór fram. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist verslunarstjóri eiga von á því að allar hillur verði tómar í kvöld. 7.8.2023 20:28
Sérsveitin með viðbúnað í Hafnarfirði Innkeyrslu við Bjarkavelli í Hafnarfirði hefur verið lokað og sérsveitarmenn hafa verið kallaðir á svæðið vegna manns sem ógnaði fólki með hníf. 7.8.2023 20:12
Þolinmæði í umferðinni skipti miklu máli á degi sem þessum Verslunarmannahelgin er nú yfirstaðin og ferðalangar keppast við að ná heim til sín. Þrátt fyrir þunga umferð að borginni hefur dagurinn gengið stórslysalaust fyrir sig og lítið hefur verið um óhöpp um helgina, samkvæmt varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. 7.8.2023 19:22
Óskarsverðlaunaleikstjóri látinn Leikstjórinn William Friedkin, sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt Óskarsverðlaunamyndinni The French Connection og bíómyndinni The Exorcist, er látinn, 87 ára að aldri. 7.8.2023 18:05
Ók í gegnum girðingu og endaði úti í mýri Rólegt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Aðstoðarbeiðnir og umferðarmál hafa verið meðal þeirra hefðbundnu mála sem komu á borð lögreglunnar í dag. 7.8.2023 17:25
Lík móður og barns fundust og þrjátíu enn saknað eftir að tveir bátar sukku Lík móður og barns hafa fundist eftir að tveir bátar sukku vegna mikils hvassviðris út af ströndum Ítölsku eyjunnar Lampedusa í nótt. Talið er að þrjátíu manns sé enn saknað. 6.8.2023 23:01
Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6.8.2023 21:22
„Ég hlakka mikið til að spila fyrir fólkið í kvöld“ Brekkusöngur þjóðhátíðar í eyjum fer fram í kvöld. Magnús Kjartan Eyjólfsson, stjórnandi brekkusöngsins segist spenntur fyrir kvöldinu. Veðrið lofi góðu og hann hafi trú á að allt gangi vel. 6.8.2023 20:09