Sér fyrir sér 2031 án hvalveiða og sjókvíaeldis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 21:22 Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim þingmenn Pírata flytja eldhúsdagsræður í kvöld. Píratar Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. „Við erum stödd á sjöunda ári samsteypustjórnar afturhaldsafla. Nýjasta afurð glundroða-bandalags íhaldsflokkanna er að gefa út hvalveiðileyfi í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Já og gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra, sömuleiðis í óþökk þjóðarinnar.“ Svona byrjaði Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata eldhúsdagsræðu sína. Hann sagði ríkisstjórnina komna fram yfir síðasta söludag. Sífellt færri styðji flokkana sem að henni standa, og enn færri styðji ríkisstjórnina. „Það eru allir komnir með yfir sig nóg á krísu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG. Um þau þarf ekki að hafa fleiri orð,“ sagði Gísli Vill sjókvíaeldis- og hvalveiðalaust 2031 „Þegar ég hugsa til framtíðar Íslands, sé ég fyrir mér samfélag þar sem hlustað er á allar raddir. Samfélag sem er þakklátt kröfuhörðum kjósendum og kann að meta framlag og lýðræðisþátttöku allra. Ímyndum okkur aðeins hvernig þessi ræða mín myndi líta út árið 2031, með Pírata í ríkisstjórn sjö ár þar á undan.“ Hann sagði samfélag árið 2031 með Pírata í ríkisstjórn til sjö ára líta þannig út að kosningaaldur hafi verið lækkaður í sextán ár og á ungt fólk væri hlustað. Búið væri að banna hvalveiðar og sjókvíaeldi, ferðamannaiðnaður væri sjálfbær og rentan af auðlindum þjóðarinnar væri nýtt til góðra verka. „Markmiðið er einfalt, kraftmikið, fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf um allt land, sem borgar nægilega mikið til baka til samfélagsins til að tryggja hágæða menntun, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, líka þegar kemur að tannlækningum og geðheilbrigði. Öllum verði tryggt öruggt húsnæði við hæfi eftir umfangsmikið uppbyggingarátak hins opinbera. Frjálslynt samfélag ábyrgra einstaklinga,“ sagði Gísli. Réttindi launafólks ofar arðgreiðslna hinna auðugu Hann sagði Pírata ekki í stjórnmálum til að breyta einhverjum smáatriðum. „Píratar vilja kerfislægar breytingar. Ekki bara plástra og bútasaum. Breytingar geta verið erfiðar. Þær eru tímafrekar og kalla á mikla samvinnu. Einmitt þess vegna er mikilvægt að við trúum á framfarir og umbætur og sættum okkur ekki við stöðnuð og veikluleg stjórnmál íhaldsflokkanna,“ sagði Gísli. „Píratar ætla í ríkisstjórn til að tryggja breytingar sem efla atvinnulíf og umhverfis- og loftlagsvernd. Réttindi launafólks eru ofar á forgangslista Pírata en arðgreiðslur hinna auðugu. Við ætlum að einfalda regluverk atvinnulífsins, en tryggja á sama tíma öflugt eftirlit og virka neytendavernd. Styrking Samkeppniseftirlitsins verður okkar fyrsta verk. Flokkar sem nota hvert einasta tækifæri til að veikja Samkeppniseftirlitið eru að sjálfsögðu ekki markaðshyggjuflokkar. Arðrán heitir kapítalisminn án samkeppni,“ sagði hann jafnframt. Alþingi Píratar Hvalveiðar Fiskeldi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
„Við erum stödd á sjöunda ári samsteypustjórnar afturhaldsafla. Nýjasta afurð glundroða-bandalags íhaldsflokkanna er að gefa út hvalveiðileyfi í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Já og gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra, sömuleiðis í óþökk þjóðarinnar.“ Svona byrjaði Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata eldhúsdagsræðu sína. Hann sagði ríkisstjórnina komna fram yfir síðasta söludag. Sífellt færri styðji flokkana sem að henni standa, og enn færri styðji ríkisstjórnina. „Það eru allir komnir með yfir sig nóg á krísu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG. Um þau þarf ekki að hafa fleiri orð,“ sagði Gísli Vill sjókvíaeldis- og hvalveiðalaust 2031 „Þegar ég hugsa til framtíðar Íslands, sé ég fyrir mér samfélag þar sem hlustað er á allar raddir. Samfélag sem er þakklátt kröfuhörðum kjósendum og kann að meta framlag og lýðræðisþátttöku allra. Ímyndum okkur aðeins hvernig þessi ræða mín myndi líta út árið 2031, með Pírata í ríkisstjórn sjö ár þar á undan.“ Hann sagði samfélag árið 2031 með Pírata í ríkisstjórn til sjö ára líta þannig út að kosningaaldur hafi verið lækkaður í sextán ár og á ungt fólk væri hlustað. Búið væri að banna hvalveiðar og sjókvíaeldi, ferðamannaiðnaður væri sjálfbær og rentan af auðlindum þjóðarinnar væri nýtt til góðra verka. „Markmiðið er einfalt, kraftmikið, fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf um allt land, sem borgar nægilega mikið til baka til samfélagsins til að tryggja hágæða menntun, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, líka þegar kemur að tannlækningum og geðheilbrigði. Öllum verði tryggt öruggt húsnæði við hæfi eftir umfangsmikið uppbyggingarátak hins opinbera. Frjálslynt samfélag ábyrgra einstaklinga,“ sagði Gísli. Réttindi launafólks ofar arðgreiðslna hinna auðugu Hann sagði Pírata ekki í stjórnmálum til að breyta einhverjum smáatriðum. „Píratar vilja kerfislægar breytingar. Ekki bara plástra og bútasaum. Breytingar geta verið erfiðar. Þær eru tímafrekar og kalla á mikla samvinnu. Einmitt þess vegna er mikilvægt að við trúum á framfarir og umbætur og sættum okkur ekki við stöðnuð og veikluleg stjórnmál íhaldsflokkanna,“ sagði Gísli. „Píratar ætla í ríkisstjórn til að tryggja breytingar sem efla atvinnulíf og umhverfis- og loftlagsvernd. Réttindi launafólks eru ofar á forgangslista Pírata en arðgreiðslur hinna auðugu. Við ætlum að einfalda regluverk atvinnulífsins, en tryggja á sama tíma öflugt eftirlit og virka neytendavernd. Styrking Samkeppniseftirlitsins verður okkar fyrsta verk. Flokkar sem nota hvert einasta tækifæri til að veikja Samkeppniseftirlitið eru að sjálfsögðu ekki markaðshyggjuflokkar. Arðrán heitir kapítalisminn án samkeppni,“ sagði hann jafnframt.
Alþingi Píratar Hvalveiðar Fiskeldi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira