Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Árið 2025 var það hlýjasta hér á landi frá upphafi mælinga og sérfræðingur veðurstofunnar segir meiri líkur en minni á fleiri hlýindaárum í nánustu framtíð. Hún telur líklegt að fleiri hitamet verði slegin hér á landi á næstu árum. 5.1.2026 23:21
Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni segir lög ekki óskýr hvað smásölu áfengis varðar. Augljóst sé að slík sala á helgidögum sé brot á áfengislögum en koma verði í ljós hver niðurstaða dómstóla verði. 5.1.2026 13:30
Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Um helmingur þeirra sem slasast í flugeldaslysum eru börn allt niður í leikskólaaldur segir sérfræðingur í forvörnum. Góðir hanskar og flugeldagleraugu eru meðal öryggisbúnaðar sem nauðsynlegt er að hafa með þegar skjóta á upp annað kvöld. 30.12.2025 23:03
Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir það fagnaðarefni að þingmaður stjórnarmeirihlutans hafi opnað á umræðu um breytingar á stjórnarskránni. Í núverandi stjórnarskrá séu ákvæði sem séu úrelt og hættuleg. 28.12.2025 12:15
Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. 23.12.2025 22:02
Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Flokkur fólksins þarf að leysa ráðherramál sín hratt og örugglega sé raunveruleg óvissa fyrir hendi um hverjir muni gegna ráðherraembætti til framtíðar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem telur ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur sem ráðherra. 23.12.2025 19:26
„Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. 23.12.2025 13:10
Svona á að raða í uppþvottavélina Skólastjóri Hússtjórnarskólans segir mikilvægt að borðbúnaði sé raðað rétt í uppþvottavél, til að spara orku og ná sem bestum þvotti. Sambandsráðgjafi segir verkaskiptingu á heimili oft koma upp í ráðgjöf en endurspegli þá önnur vandamál. 19.12.2025 23:23
Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferðir við fíknisjúkdómum og er hann sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Meðferð við spilafíkn er í fyrsta sinn niðurgreidd af Sjúkratryggingum. 19.12.2025 20:00
Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. 19.12.2025 12:32