„Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Heimi Hallgrímssyni fannst ekki ástæða fyrir dómarann í leik Englands og Írlands að reka varnarmann Íra Liam Scales af velli. Hann sagði muninn á stöðu liðanna mikinn. 18.11.2024 07:00
Dagskráin í dag: Þjóðadeildin og Lögmál leiksins Helstu atvik vikunnar í NBA-deildinni verða krufin til mergjar í þættinum Lögmál Leiksins á Stöð 2 Sport í kvöld. Þá verður stórleikur Króatíu og Portúgal í Þjóðadeildinni sýndur beint. 18.11.2024 06:02
Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Bónus Körfuboltakvöld var á dagskrá á föstudaginn þar sem þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson var með valinkunna sérfræðinga með sér til að ræða allt það helsta í Bónus-deildinni. 17.11.2024 23:17
Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Glódís Perla Viggósdóttir var á skotskónum fyrir lið sitt Bayern Munchen í dag sem eltir Wolfsburg í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 17.11.2024 22:32
Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Frakkar tryggðu sér í kvöld efsta sætið í öðrum riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar þegar þeir unnu góðan útisigur á Ítölum. 17.11.2024 21:57
KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu KA og Stjarnan eru komin áfram í 8-liða úrslit í Powerade-bikar karla í handknattleik eftir góða sigra nú í kvöld. 17.11.2024 20:41
„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17.11.2024 20:07
Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Erling Haaland var á skotskónum þegar Norðmenn tryggðu sér efsta sætið í þriðja riðli C-deildar Þjóðadeildarinnar í dag. 17.11.2024 19:36
Haukar áfram eftir spennuleik Haukar eru komnir áfram í næstu umferð EHF-bikars kvenna í handknattleik eftir eins marks sigur á króatíska liðinu Dalmatinka í dag. 17.11.2024 19:35
Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Enska landsliðið í knattspyrnu valtaði yfir nágranna sína frá Írlandi þegar liðin mættust í Þjóðadeildinni á Wembley í dag. Rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks breytti leiknum. 17.11.2024 18:58