„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap hans liðs gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Tapið þýðir að Grindavík er 2-0 undir í einvígi liðanna. 24.4.2025 22:43
„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum. 24.4.2025 21:58
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Stjarnan er komin í 2-0 gegn Grindavík í undanúrslitaeinvígi liðanna í Bónus-deild karla. Stjarnan vann 100-99 sigur eftir ótrúlega dramatík og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á mánudag. 24.4.2025 18:30
„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16.4.2025 23:50
Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Maðurinn sem lést í Garðabæ á mánudaginn hét Hans Roland Löf og var fæddur árið 1945. Gæsluvarðhald yfir dóttur mannsins var í dag framlengt um þrjár vikur. 16.4.2025 22:48
Af Alþingi til Fjallabyggðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er búin að finna sér nýtt starf eftir að hafa verið matvælaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á síðasta ári. 16.4.2025 22:09
„Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um að lengja opnunartíma sundlauga um klukkutíma í sumar. 20 milljónir spöruðust í fyrra þegar opnunartíminn var styttur. 16.4.2025 21:42
„Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Hópur unglinga réðst á trans konu í Reykjavík síðastliðið haust. Árásin náðist á myndband en hún er enn óupplýst. Þetta kom fram í frétt RÚV í kvöld. 16.4.2025 21:02
Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómari í Bandaríkjunum segir tilefni til að ákæra ríkisstjórn Donald Trump fyrir að hunsa dómsúrskurð sem kveðinn var upp um miðjan síðasta mánuð. Málið er eitt af mörgum þar sem Trump er sakaður um að fara út fyrir valdsvið sitt. 16.4.2025 20:23
„Með allra besta móti miðað við árstíma“ Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og margir á faraldsfæti bæði innanlands og erlendis. Veðurfræðingur segir veðurhorfur fyrir páskana harla góðar. 16.4.2025 19:38