Nadal leggur spaðann á hilluna: Síðustu tvö ár verið sérstaklega erfið Spænska tennisgoðsögnin Rafael Nadal hefur ákveðið að leggja spaðann á hilluna í lok þessa keppnistímabils. Hann hefur unnið 22 risamót á ferlinum. 10.10.2024 10:10
Ældi á heimavöll Sædísar sem þurfti að bíða Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn. 10.10.2024 09:31
Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, ætlar ekki að láta ummæli Richards Dunne trufla sig í aðdraganda leiksins við Finnland í dag, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Svona sé bransinn og menn vilji sífellt reyna að bæta við sig áskrifendum. 10.10.2024 09:01
Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Tölfræðiveita telur áttatíu prósent líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spili umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Ekki yrði hægt að spila á Laugardalsvelli og því góð ráð dýr. 10.10.2024 08:33
Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10.10.2024 06:55
„Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið“ Valgeir Lunddal Friðriksson er búinn að koma sér vel fyrir hjá Düsseldorf í Þýskalandi og ætlar að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. Liðið á fyrir höndum leiki við Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni, á föstudag og mánudag. 9.10.2024 16:15
Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Markahrókurinn Erling Haaland hefur lýst yfir óánægju sinni með það að einhver úr herbúðum norska landsliðsins í fótbolta hafi lekið skilaboðum í blaðamenn, og að þau hafi verið birt í bók. 9.10.2024 13:33
Hópurinn sem fer til Bandaríkjanna Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta gerir eina breytingu á hópnum sem tryggði sig inn á EM í sumar, fyrir komandi leiki við Bandaríkin. 9.10.2024 13:03
Þorsteinn kynnti Bandaríkjafarana Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleikjum ytra síðar í þessum mánuði. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kynnti val sitt á landsliðshópnum og svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í dag. 9.10.2024 12:32
Klopp gæti ekki verið spenntari: „Lít á mig sem leiðbeinanda“ Forráðamenn Red Bull binda miklar vonir við ráðningu Jürgens Klopp í starf alþjóða yfirmanns fótboltamála hjá samsteypunni. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið spenntari. 9.10.2024 12:03