Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 08:32 Arne Slot þurfti að horfa upp á miðjumann sinn meiðast á höfði og Manchester United komast yfir, með nokkurra sekúndna millibili. EPA/ADAM VAUGHAN Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. United komst í 1-0 snemma leiks með marki Bryan Mbeumo. Mac Allister lá þá óvígur á grasinu eftir árekstur við liðsfélaga sinn, Virgil van Dijk. Mac Allister þurfti svo að klára leikinn með eins konar sundhettu á höfðinu, eftir skurðinn sem hann fékk, og Slot segir ljóst að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn vegna meiðslanna. Ummæli hans á blaðamannafundi má sjá hér að neðan. „Við hefðum átt að gera mun betur eftir að Macca var kominn í grasið. En heilsa leikmanna er mikilvæg og ef það þarf að sauma fjögur spor í leikmann þá auðvitað vonast maður til þess að allir skilji að það þarf strax að hlúa að honum. Það gerðist ekki,“ segir Slot og bætir við: „En ég ítreka að við hefðum getað gert betur og þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag. Ástæðan er sú að það voru allt of mörg færi sem við nýttum ekki.“ Mörkin úr 2-1 sigri United, og þar á meðal þegar Mac Allister meiðist, má sjá hér að neðan. Slot er vel meðvitaður um að stundum þykjast leikmenn hafa meitt sig í höfðinu, til að nýta sér það að dómurum er uppálagt að stöðva leik þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Hvorki afsökun fyrir markinu né tapinu „Ég vona bara að allir skilji að við erum ekki svona lið, eins og ég sé mikið um í fótbolta, þar sem menn þykjast hafa meitt sig í höfðinu til að stöðva skyndisókn. Þannig erum við ekki. Við leggjumst aldrei niður og erum alltaf heiðarlegir. Svo ef að okkar leikmaður fer niður þá myndi maður vona að allir hugsi: Þetta er Liverpool, þeir gera ekki svona lagað, blásum í flautuna. En ég endurtek að þetta er ekki afsökun fyrir því að við skyldum fá á okkur mark og ekki afsökun fyrir því að við töpuðum,“ segir Slot. Enski boltinn Tengdar fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
United komst í 1-0 snemma leiks með marki Bryan Mbeumo. Mac Allister lá þá óvígur á grasinu eftir árekstur við liðsfélaga sinn, Virgil van Dijk. Mac Allister þurfti svo að klára leikinn með eins konar sundhettu á höfðinu, eftir skurðinn sem hann fékk, og Slot segir ljóst að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn vegna meiðslanna. Ummæli hans á blaðamannafundi má sjá hér að neðan. „Við hefðum átt að gera mun betur eftir að Macca var kominn í grasið. En heilsa leikmanna er mikilvæg og ef það þarf að sauma fjögur spor í leikmann þá auðvitað vonast maður til þess að allir skilji að það þarf strax að hlúa að honum. Það gerðist ekki,“ segir Slot og bætir við: „En ég ítreka að við hefðum getað gert betur og þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag. Ástæðan er sú að það voru allt of mörg færi sem við nýttum ekki.“ Mörkin úr 2-1 sigri United, og þar á meðal þegar Mac Allister meiðist, má sjá hér að neðan. Slot er vel meðvitaður um að stundum þykjast leikmenn hafa meitt sig í höfðinu, til að nýta sér það að dómurum er uppálagt að stöðva leik þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Hvorki afsökun fyrir markinu né tapinu „Ég vona bara að allir skilji að við erum ekki svona lið, eins og ég sé mikið um í fótbolta, þar sem menn þykjast hafa meitt sig í höfðinu til að stöðva skyndisókn. Þannig erum við ekki. Við leggjumst aldrei niður og erum alltaf heiðarlegir. Svo ef að okkar leikmaður fer niður þá myndi maður vona að allir hugsi: Þetta er Liverpool, þeir gera ekki svona lagað, blásum í flautuna. En ég endurtek að þetta er ekki afsökun fyrir því að við skyldum fá á okkur mark og ekki afsökun fyrir því að við töpuðum,“ segir Slot.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
„Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48
Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02
Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01