Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. 11.10.2024 11:33
Hún er svo klár og því er þetta ekki svo hræðilegt Sérfræðingunum í Bónus Körfuboltakvöldi kvenna fannst sigur Grindavíkur á Val í vikunni óþarflega naumur. Grindvíkingar unnu með sex stigum, 67-61. 11.10.2024 09:31
Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn „Þessi sigur sýnir það hljóða starf sem Heimir Hallgrímsson hefur unnið fyrir Írland á bakvið tjöldin,“ skrifar Írinn Pat Dolan, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri, í pistli í Irish Mirror eftir fyrsta sigur Heimis sem landsliðsþjálfari Íra. Heimir sé ekki vandamál írsks fótbolta en gæti verið lausnin. 11.10.2024 08:32
Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn með Val í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift í vikunni, í óþökk þjálfara hennar sem vilja halda henni. 11.10.2024 07:32
Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Honum er létt eftir erfitt ár, og kveðst afar þakklátur fjölskyldu og vinum. 10.10.2024 14:02
Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide svaraði því ekki hvort reynt yrði að freista þess að fá Albert Guðmundsson inn í landsliðshópinn sem mætir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 10.10.2024 13:28
Åge ræður hvort kallað verði í Albert Eftir að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun er það í höndum landsliðsþjálfarans Åge Hareide að ákveða hvort hann taki þátt í leikjunum við Wales og Tyrkland, í Þjóðadeildinni. 10.10.2024 13:08
Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales Åge Hareide landsliðsþjálfari og Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Wales í Þjóðadeildinni í fótbolta annað kvöld. 10.10.2024 12:45
Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hvetur Dani til þess að ráða landa sinn frá Noregi, Ole Gunnar Solskjær, sem landsliðsþjálfara. 10.10.2024 10:58
Tekst að búa til úrslitaleik við Dani? Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla mætir Litáen í Víkinni í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og getur með sigri búið sér til úrslitaleik við Danmörku næsta þriðjudag. 10.10.2024 10:33