Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Nú er ljóst hvaða fimmtán lið verða með Íslandi í drættinum fyrir EM kvenna í fótbolta, en dregið verður í riðla 16. desember. Sjö síðustu þjóðirnar tryggðu sér EM-farseðil í kvöld. 3.12.2024 22:41
Draumabyrjun hjá Nistelrooy Ruud van Nistelrooy fékk í kvöld draumabyrjun sem stjóri Leicester, þegar liðið vann West Ham 3-1. Að sama skapi hangir starf Julen Lopetegui, stjóra Hamranna, á bláþræði. 3.12.2024 22:30
Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Ógöngur Bayern München í þýska bikarnum í fótbolta halda áfram því liðið féll í kvöld úr leik í 16-liða úrslitum, eftir 1-0 tap gegn meisturum Leverkusen. 3.12.2024 22:11
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3.12.2024 21:43
Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Nýliðar Tindastóls unnu magnaðan sigur á toppliði Hauka á Sauðárkróki í kvöld, 90-86, í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Á sama tíma skelltu Þórsarar liði Njarðvíkur á Akureyri, 106-85. 3.12.2024 21:15
Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Svartfjallaland og Sviss tryggðu sér í kvöld síðustu sætin í milliriðlakeppni EM kvenna í handbolta, ásamt Þýskalandi sem vann Ísland. 3.12.2024 21:05
Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segist enn hafa eldmóðinn til þess að keppa, þrátt fyrir ítrekuð meiðsli en ljóst er að hann fer meiddur inn í nýtt ár. 3.12.2024 19:17
Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Hollendingar lentu í mestu vandræðunum gegn Íslandi í leikjum sínum í F-riðli EM kvenna í handbolta. Eftir öruggan sigur gegn Þýskalandi vann hollenska liðið svo tuttugu marka sigur gegn Úkraínu, í Innsbruck í kvöld. 3.12.2024 18:43
Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, segist hafa orðið meðvitaðri um það með árunum að stundum mætti hann brosa aðeins meira. Hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. 3.12.2024 07:03
Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Það er nóg um að vera á íþróttastöðvum Stöðvar 2 og Vodafone í dag sem fyrr. Þrír leikir eru á dagskrá í Bónus-deild kvenna, og Lokasóknin og Körfuboltakvöld Extra eru á sínum stað. 3.12.2024 06:02