Mané tryggði Senegal stig Senegal og Kongó eru jöfn að stigum í D-riðli Afríkukeppninnar í fótbolta, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í dag í 2. umferð riðlakeppninnar. 27.12.2025 17:03
Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Varamaðurinn Ollie Watkins tryggði Aston Villa frábæran 2-1 útisigur gegn Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ótrúleg sigurganga Villa heldur því áfram og liðið er á leið í rosalegan slag við Arsenal á þriðjudaginn. 27.12.2025 17:01
Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Brentford kom sér upp í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, með góðum 4-1 sigri gegn Bournmouth þar sem Kevin Schade gerði þrennu. Fulham vann dísætan sigur í Lundúnaslag gegn West Ham en Burnley og Everton gerðu markalaust jafntefli. 27.12.2025 16:56
Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Þjóðverjinn Bob Hanning hefur valið tuttugu manna landsliðshóp Ítalíu sem mætir Íslandi í fyrsta leik á EM í handbolta, í Kristianstad í Svíþjóð í janúar. 24.12.2025 10:00
Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Liðsfélagar norska skíðaskotfimikappans Sivert Guttorm Bakken fóru að undrast um hann þegar hann hafði ekki skilað sér niður í morgunmat í gær, á hóteli landsliðsins á Ítalíu. Þeir fundu hann látinn inni á herbergi en Bakken var aðeins 27 ára gamall. 24.12.2025 09:00
Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Englendingurinn Justin Hood sló á létta strengi eftir afar óvæntan og hreint ótrúlegan sigur sinn á sjötta manni heimslistans, Danny Noppert, á HM í pílukasti í dag. 23.12.2025 23:31
Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka, sem unnið hefur fimm risamót á ferlinum, hefur ákveðið að yfirgefa LIV-mótaröðina og er þar með fyrsta stjarnan sem kveður þessa umdeildu mótaröð. Ekki liggur fyrir hvort það þýði að hann snúi aftur á PGA-mótaröðina. 23.12.2025 22:44
Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Elias Achouri, leikmaður FC Kaupmannahafnar, skoraði tvö marka Túnis þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Úganda í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta í kvöld. 23.12.2025 22:04
Arsenal í undanúrslit eftir vító Arsenal vann afar torsóttan en sanngjarnan sigur á Crystal Palace í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, í lokaleik 8-liða úrslita enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Arsenal mætir því Chelsea í undanúrslitum keppninnar. 23.12.2025 21:43
Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Arnar Daði Arnarsson fékk heldur kaldar jólakveðjur frá handknattleiksdeild Stjörnunnar í hádeginu í dag þegar honum var tilkynnt að hann yrði að stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann er þó áfram þjálfari meistaraflokks kvenna og yngri flokka en ætlar að skoða sín mál yfir jólin 23.12.2025 21:25