Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­fall fyrir Norð­menn: „Þetta var mun verra en ég hélt“

Þó að hlauparinn magnaði Jakob Ingebrigtsen hafi ekki keppt síðasta hálfa árið vegna meiðsla þá bundu Norðmenn vonir við að hann myndi jafnvel geta keppt um verðlaun á HM í frjálsíþróttum. Frammistaða hans í dag olli honum og öðrum miklum vonbrigðum.

Vand­ræða­legt víti frá Messi

Panenka-tilraun Lionels Messi á vítapunktinum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöld misheppnaðist gjörsamlega.

Sturluð loka­um­ferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik?

Það er hart barist um alla deild í Bestu deild karla í fótbolta og þannig verður það í 22. umferðinni í dag, lokaumferðinni áður en deildinni verður skipt í efri og neðri hluta. Stórleikur á Hlíðarenda, botnslagur og fimm lið keppa um síðustu tvö lausu sætin í efri hlutanum.

ÍR og ný­liðarnir á toppnum

Eftir tvær umferðir af Olís-deild kvenna í handbolta eru það aðeins ÍR-ingar og nýliðar KA/Þórs sem enn eru með fullt hús stiga. Heil umferð var spiluð í dag.

Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum

Eftir að hafa verið á markaskónum með íslenska landsliðinu lék Andri Lucas Guðjohnsen sinn fyrsta leik fyrir Blackburn í dag þegar liðið vann 1-0 útisigur gegn Watford í ensku B-deildinni í fótbolta.

Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýska­lands

Ísak Bergmann Jóhannesson virtist ætla að reynast hetja Kölnar í dag, í efstu deild Þýskalands í fótbolta, með jöfnunarmarki gegn Wolfsburg í uppbótartíma. Hann jafnaði metin í 2-2 en leiknum lauk með 3-3 jafntefli.

Þórsarar upp í Bestu deildina en Sel­foss féll

Eftir rúman áratug í næstefstu deild munu Þórsarar spila í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Þeir tryggðu sér sæti þar með sigri gegn Þrótti á troðfullum AVIS-vellinum í Laugardal í dag. Selfoss féll hins vegar í 2. deild með Fjölni.

Heims­met­hafinn hélt út

Heimsmethafinn Beatrice Chebet frá Kenía bætti við titlasafn sitt á fyrsta degi HM í frjálsum íþróttum þegar hún hljóp til sigurs í spennandi 10.000 metra hlaupi.

Sjá meira