Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Nú liggur fyrir nákvæmlega hvernig leikjadagskráin í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta verður í október og þar á meðal hvenær sigursælustu lið Englands, Liverpool og Manchester United, mætast á Anfield. 21.8.2025 07:32
Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ „Ég man ekki eftir að meistaralið hafi breyst svona mikið á svona stuttum tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Englandsmeistara Liverpool, í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport. Hann segir breytingarnar veita þá tilfinningu að Arne Slot vilji herma eftir Evrópumeisturum PSG. 20.8.2025 14:30
Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Þróttur Vogum hefur hlotið 200.000 króna sekt vegna vítaverðrar framkomu áhorfanda á leik liðsins við KFG í Garðabæ í lok síðasta mánaðar. 20.8.2025 12:51
Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Arsenal verður án þýska sóknarmannsins Kai Havertz á næstunni vegna hnémeiðsla. Félagið er núna í leit að nýjum leikmanni áður en félagaskiptaglugginn lokast 1. september. 20.8.2025 11:54
Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Hundruð milljóna og sæti í sjálfri Sambandsdeild Evrópu verða í húfi í einvígi Breiðabliks og Virtus frá San Marínó. Nú er ljóst að báðir leikirnir verða sýndir á Sýn Sport. 20.8.2025 10:32
Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs FH-ingurinn Úlfur Ágúst Björnsson hefur verið valinn bestur allra leikmanna bandaríska háskólafótboltans nú þegar ný leiktíð fer að hefjast. 20.8.2025 09:28
Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Armand Duplantis, sem slegið hefur heimsmetið í stangarstökki þrettán sinnum á ferlinum, verður í liði með Jóhönnu litlu systur sinni í frjálsíþróttakeppni um helgina. 20.8.2025 09:01
„Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru ósammála um sumt og sammála um annað þegar þeir svöruðu nokkrum stórum spurningum frá Gumma Ben um Bestu deild karla í fótbolta, í Uppbótartímanum í Stúkunni. 20.8.2025 08:31
„Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Pólska tennisstjarnan Iga Swiatek lét vægast sagt furðuleg ummæli spyrils í viðtali ekki trufla sig á leið sinni að sigri á Cincinnati Open mótinu um helgina. 20.8.2025 08:02
Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út. 20.8.2025 07:30