Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Alfreð Gíslason fagnaði í annað sinn á fjórum dögum gegn Degi Sigurðssyni, þegar lið Þýskalands og Króatíu mættust í seinni vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumótið í handbolta. 11.1.2026 19:02
Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Elín Klara Þorkelsdóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku, og hún var meðal markahæstu manna Sävehof í 29-28 sigri á Skövde í kvöld. 11.1.2026 18:47
Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Bayern München setti upp algjöra sýningu í fyrsta leik sínum eftir jólafríið, þegar liðið vann risasigur gegn Wolfsburg, 8-1, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. 11.1.2026 18:34
Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Darren Fletcher horfði upp á lið sitt Manchester United tapa 2-1 fyrir Brighton í kvöld, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta, í öðrum leik sínum sem bráðabirgðastjóri United. 11.1.2026 18:24
Stólarnir fyrstir í undanúrslit Tindastóll fékk góða mótspyrnu í Stykkishólmi í dag en vann að lokum 1. deildarlið Snæfells, 115-98, í 8-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta. 11.1.2026 17:42
Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik West Ham vann sinn fyrsta sigur í rúma tvo mánuði í dag þegar liðið lagði 1. deildarlið QPR að velli í framlengdum leik, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. 11.1.2026 17:21
Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Íslendingatríóið í Blomberg-Lippe varð að sætta sig við naumt tap á heimavelli gegn franska liðinu Chambray Touraine, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildar kvenna í handbolta í dag. 11.1.2026 17:09
„Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Vetrarstormurinn „Elli“ hafði mikil áhrif á ferðalag þýska handboltalandsliðsins eftir að það hafði unnið Króatíu í Zagreb á fimmtudagskvöld. 11.1.2026 09:02
Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Ethan McLeod, sem lést í bílslysi aðeins 21 árs gamall rétt fyrir jól, var Macclesfield-mönnum hugleikinn þegar þeir fögnuðu hreint ótrúlegum sigri utandeildarliðsins á ríkjandi bikarmeisturum Crystal Palace, í ensku bikarkeppninni í fótbolta í gær. 11.1.2026 08:02
Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Manchester United á erfiðan leik fyrir höndum í enska bikarnum í fótbolta í dag og topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, glímir við lið sem vann bikarinn fyrr á þessari öld. Þá eru hörkuleikir í úrslitakeppni NFL á dagskrá. 11.1.2026 07:00