Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Þó að augu Íslendinga séu á leiknum mikilvæga við Sviss í dag þá tekur við í kjölfarið afar áhugaverður grannaslagur Slóveníu og Króatíu í sama riðli, á EM í handbolta. Þar er leikmaður sem spilað hefur fyrir bæði landslið. 27.1.2026 14:30
FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sóknarmaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson var í dag kynntur sem nýjasti liðsmaður spænska knattspyrnufélagsins AD Mérida. 27.1.2026 14:12
Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Hin bandaríska Coco Gauff, þriðja efsta kona heimslistans í tennis, missti stjórn á skapi sínu og lét spaðann finna fyrir því eftir að hún féll óvænt úr leik á Opna ástralska mótinu í dag. 27.1.2026 11:36
Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Forseti Barcelona hefur lýst yfir óánægju sinni eftir að félagið missti 18 ára miðjumanninn Dro Fernandez til PSG. Franska félagið greiddi hærra verð en ella fyrir leikmanninn í von um að halda góðu sambandi á milli félaganna. 27.1.2026 09:31
Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Ísland er í afar jafnri fjögurra liða baráttu um tvö laus sæti í undanúrslitum á EM í handbolta. Liðið verður líklega að vinna Sviss í dag og Slóveníu á morgun til þess að komast þangað. 27.1.2026 08:32
„Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Lítið sem ekkert er af fréttum tengdum Evrópumótinu í handbolta í helstu miðlunum í Sviss, fyrir leik þjóðarinnar við Ísland á EM í dag. Ríkismiðillinn SRF varar þó sérstaklega við Óðni Þór Ríkharðssyni. 27.1.2026 07:35
Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Það er sannkallaður risaleikur á EM í handbolta í kvöld þegar liðin sem léku til úrslita á síðustu Ólympíuleikum, Danmörk og Þýskaland, mætast. Alfreð Gíslason hefur gert óvæntar breytingar á þýska hópnum fyrir leikinn. 26.1.2026 15:16
Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Viggó Kristjánsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í mögnuðum sigri Íslands gegn Svíþjóð í gær, á EM í handbolta, og af því tilefni hefur verið rifjað upp að á sínum tíma var Viggó ekki í handbolta heldur fótboltamaður hjá einu besta liði Íslands. 26.1.2026 14:00
Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Norska Íslendingafélagið Brann hefur fest kaup á fótboltamanninum Kristali Mána Ingasyni frá Sönderjyske í Danmörku og kynnti hann formlega til leiks í dag. 26.1.2026 13:26
Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Sílastöðum í Eyjafirði sýndi stórkostleg tilþrif á X-Games í gær og vann til verðlauna á leikunum í þriðja sinn á ferlinum. 26.1.2026 13:01