Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10.2.2025 12:32
Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Einn af þeim fjölmörgu dönsurum sem tóku þátt í hálfleikssýningu rapparans Kendrick Lamar á Super Bowl í nótt hafði falið fána innan klæða sem hann veifaði svo á meðan sýningin fór fram. Hann er nú í haldi lögreglunnar í New Orleans. 10.2.2025 11:00
Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn. 10.2.2025 10:15
„Fólk má alveg dæma mig“ Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins. 10.2.2025 09:04
Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Það tók ekki langan tíma fyrir Fram að losna af lista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, yfir félög í félagaskiptabanni. Grótta er hins vegar enn í banni. 10.2.2025 08:32
Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Leikmenn Adana Demirspor yfirgáfu völlinn og héldu heimleiðis, samkvæmt skipun, til að mótmæla dómgæslunni í leik gegn Galatasaray í gær í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10.2.2025 08:01
Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Það virðist eitt verst geymda leyndarmál handboltans að Viktor Gísli Hallgrímsson gangi í raðir sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar, og nú er ljóst með hverjum hann mun deila markvarðarstöðunni hjá spænska stórveldinu. 10.2.2025 07:34
Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, fremsta skíðakona landsins, náði ekki að nýta brunæfingu sína á HM í Austurríki í dag vegna þess að loftpúði sem hún var með innan klæða sprakk snemma í brautinni. 7.2.2025 15:45
Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar. 7.2.2025 14:17
Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, lætur það ekki trufla sig neitt þó að leikmenn gagnrýni hann fyrir liðsval líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði í viðtali við eina vinsælustu íþróttasíðu heims. Dagný er nú komin í landsliðið að nýju, á eins árs afmælisdegi yngri sonar síns. 7.2.2025 12:02