Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði Real Sociedad í dag þegar liðið komst áfram í 16-liða úrslit spænsku bikarkeppninnar í fótbolta, með 2-0 sigri gegn C-deildarliði Ponferradina. 5.1.2025 16:29
Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Fulham og Ipswich gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrjú markanna komu af vítapunktinum, þar af jöfnunarmark Fulham í uppbótartíma. 5.1.2025 16:08
ÍR byrjar nýja árið með besta hætti ÍR byrjar árið 2025 af krafti í Olís-deild kvenna í handbolta og tvöfaldaði sigurfjölda sinn með góðum sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. 5.1.2025 15:30
Martin glímir við meiðsli í hásin Martin Hermannsson er ekki með Alba Berlín í dag í leiknum við topplið Bayern München, í efstu deild þýska körfuboltans. 5.1.2025 15:14
Amorim segir leikmenn sína hrædda Gengi Manchester United hefur verið afleitt í vetur og ekki skánað með komu portúgalska stjórans Rúbens Amorim. Tapi United gegn Liverpool í dag yrði það fjórða tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni, sem ekki hefur gerst í 46 ár. 5.1.2025 14:32
Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, vill sjá lið sitt sýna á HM í þessum mánuði að verðlaunin á Ólympíuleikunum í París voru engin tilviljun. Hann segir Þýskaland með sterkasta liðið í sínum riðli. 5.1.2025 13:48
Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur fest kaup á hinum 21 árs gamla Antonin Kinsky. Þessi tékkneski markvörður kemur til félagsins frá Slavia Prag þar sem hann hefur haldið markinu hreinu í 14 af 29 leikjum á leiktíðinni. 5.1.2025 13:01
Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu. 5.1.2025 12:08
Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Ákveðið hefur verið að stórveldaslagur Liverpool og Manchester United fari fram í dag, á Anfield í Liverpool, eftir óvissu vegna mikillar snjókomu. 5.1.2025 11:27
Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen. 5.1.2025 10:45