Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur

Arne Slot var að vonum himinlifandi í dag þegar hann ræddi um þá ákvörðun Mohamed Salah að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Hann sagði félagið hafa lagt mjög mikið á sig til að landa samningi og grínaðist með að það þýddi vanalega að lagðar hefðu verið fram háar fjárhæðir.

„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“

Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik.

Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá ný­liðunum

Breiðablik verður Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í haust, annað árið í röð, ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Bestu deildinni rætist. Spáin var kynnt á sérstökum kynningarfundi fyrir deildina í dag.

Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna

Vísir var með beina útsendingu frá kynningarfundi fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta þar sem meðal annars var  greint frá spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna deildarinnar um lokastöðuna í haust.

„Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“

„Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta.

Þrír að­stoða Pekka með lands­liðið

Í kjölfar þess að Finninn Pekka Salminen var á dögunum ráðinn nýr þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, til næstu fjögurra ára, hafa þrír öflugir Íslendingar verið ráðnir til að aðstoða hann.

Elín Metta má spila með Val

Knattspyrnukonan Elín Metta Jensen er komin með leikheimild hjá Val og búin að skrifa undir samning við félagið sem gildir til næstu tveggja ára.

Sjá meira