Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Stórveldin Haukar og Valur mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta en dregið var í hádeginu í dag. KA/Þór og Selfoss eigast við í eina úrvalsdeildarslagnum í 16-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna. 17.9.2025 13:26
Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Umspilið um laust sæti í Bestu deild karla hefst í kvöld. Tveir Eyjapeyjar stýra liðum gegn hvor öðrum í undanúrslitunum, þegar HK og Þróttur mætast í Kórnum. Þjálfari HK-inga sótti sér aukaþekkingu á ferð liðsins til Húsavíkur. 17.9.2025 13:13
Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson keppti í dag á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum, í Tókýó í Japan. Hann var talsvert langt frá sínu besta í dag og þar með ekki nálægt því að komast í úrslit. 17.9.2025 11:21
Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Degi eftir að hafa spilað með Villarreal gegn Tottenham í Lundúnum í gærkvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, mætti Thomas Partey í réttarsal í ensku höfuðborginni og lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun. 17.9.2025 11:02
Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Rithöfundinum Ragnari Jónassyni er greinilega margt til lista lagt eins og komið var inn á í nýjum lið í Fantasýn, hlaðvarpsþættinum um fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 17.9.2025 10:02
Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Daníel Tristan Guðjohnsen, nýjasti A-landsliðsmaður Íslands, skoraði bæði mörk Malmö í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Elfsborg á útivelli. Mörkin má sjá í greininni. 14.9.2025 16:58
Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu frábæran fimm marka sigur gegn meisturum Füchse Berlín í dag, 34-29, í þýsku 1. deildinni í handbolta. Íslenska tríóið skoraði tólf mörk fyrir Magdeburg í 32-23 sigri á Stuttgart. 14.9.2025 16:35
Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru stálheppnir að vinna bronsverðlaunin á EM í körfubolta í dag, þar sem þeir unnu Finna í leik sem varð allt í einu ótrúlega spennandi á lokakaflanum. 14.9.2025 16:18
Víti í blálokin dugði Liverpool Mohamed Salah tryggði Liverpool óhemju sætan sigur gegn nýliðum Burnley í dag, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á síðustu stundu. Niðurstaðan 1-0 útisigur Englandsmeistaranna. 14.9.2025 14:45
Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var afar óánægður með gula spjaldið sem hann fékk í grannaslag með Djurgården gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann hneykslaðist á dómaranum í viðtali í hálfleik og lagði svo upp mark í seinni hálfleiknum, í 3-3 jafntefli. 14.9.2025 14:24