Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. 16.3.2025 22:14
Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Íslenska ríkið hefur greitt 750 þúsund krónur mánaðarlega í húsleigu fyrir meðferðarheimili sem reyndist ónothæft. Heimilið var opnað af þáverandi barnamálaráðherra nokkrum dögum fyrir kosningar. 16.3.2025 20:40
Fimmtán í haldi vegna brunans Að minnsta kosti 59 eru látnir eftir eldsvoða á skemmtistað í Norður-Makedóníu og um 155 slasaðir. Yfirvöld í landinu hafa lýst yfir sjö daga sorgartímabili. Innviðaráðherra segir málið tengjast spillingu en fimmtán manns eru í haldi lögreglu. 16.3.2025 20:16
Tveir handteknir vegna líkamsárása Í dagbók Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir hafi verið vistaðir í fangageymslu vegna tveggja líkamsárása í dag. Tilkynning barst um þriðju árásina en grunaður gerandi var látinn laus. 16.3.2025 18:27
Fanney og Teitur eiga von á barni Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á sínu þriðja barni. 16.3.2025 18:16
Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16.3.2025 17:52
Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. 12.3.2025 21:32
Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Reykjavíkurborg hefur dregið úr fyrirhuguðum áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Þetta kemur fram í nýjum drögum tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúa í grónum hverfum. 12.3.2025 19:19
Berklasmit á Fáskrúðsfirði Einstaklingur hefur verið greindur með berkla á Fáskrúðsfirði. Aðeins um eitt tilfelli sé að ræða og verður það meðhöndlað á Heilsugæslunni í Fjarðabyggð. 12.3.2025 17:48
Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12.3.2025 16:50
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent