Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Karlmanninum, sem var handtekinn vegna mannsláts í Kópavogi, hefur verið sleppt úr haldi. Maður á fertugsaldri fannst látinn í heimahúsi í lok nóvember en ekki liggur fyrir hvernig andlát hans bar að. 9.12.2025 18:44
Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Nóbelsstofnunin þurfti að aflýsa blaðamannafundi með skömmum fyrirvara þar sem verðlaunahafi friðarverðlauna Nóbelsverðlauna er í felum. Ekki liggur fyrir hvort hún mæti á verðlaunaafhendinguna sjálfa á morgun. 9.12.2025 18:29
Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Níu einstaklingar voru greindir með alvarlegan, en sjaldgæfan, augnsjúkdóm á einum aldarfjórðungi. Allir áttu þeir sameiginlegt að nota linsur, tveir misstu sjón og fjarlægja þurfti eitt auga. Augnlæknir segir gríðarlega mikilvægt að stytta sér ekki leiðir í umhirðu snertilinsa. 9.12.2025 18:15
Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð voru gefin út af Landspítalanum og heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu árið 2023, en þau voru mun fleiri á landsvísu. Heilbrigðisráðherra vill skoða hvernig fækka megi útgáfum vottorða og tilvísana til að draga úr skriffinnsku. 9.12.2025 00:03
Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Hluthafar Íslandsbanka, sem eiga meira en fimm prósent hlutafjár í bankanum, hafa krafist þess að boðað verði til stjórnarkjörs. Krafan barst sama dag og stjórnarformaðurinn tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. 8.12.2025 23:05
Farþeginn enn í haldi lögreglu Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar fjórir lögreglubílar veittu stolnu ökutæki eftirför í gærkvöldi. Tveir voru handteknir grunaðir um þjófnað. 8.12.2025 22:13
Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sextán ára drengur sem hefur ítrekað ráðist á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Drengurinn er forsjárlaus en fékk að dvelja hjá frænku sinni sem hann endaði á að ráðast á. 8.12.2025 22:01
Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eiga Evrópa og Bandaríkin ekki lengur samleið í öryggismálum, segir sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Formaður utanríkismálanefndar segir Ísland í annarri stöðu en önnur Evrópulönd. Í þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í varnarmálum er sérstaklega minnst á eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna sem byggi á sameiginlegu gildismati. 8.12.2025 20:55
Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila er á vettvangi vegna alvarlegs umferðarslyss á Vesturlandsvegi til móts við verslunina Útilegumanninn. Einn var fluttur á sjúkrahús. 8.12.2025 17:08
Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Dönsk yfirvöld leggja til að bjóða upp á gjaldfrjálsa tannlæknaheimsókn einu sinni á ári. Markmiðið sé að bæta tannheilsu þjóðarinnar. 7.12.2025 17:04