Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu Veðurstofa Íslands varar við krapaflóðahættu á vestan- og sunnanverðu landinu. Einnig gæti orðið skriðuhætta þegar hlýnar í veðri. 7.12.2024 14:57
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7.12.2024 14:32
MAST starfar á neyðarstigi Matvælastofnun starfar nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag. Allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. 7.12.2024 14:21
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7.12.2024 10:52
Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðvaranir fyrir næstu daga. 7.12.2024 08:38
Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7.12.2024 08:05
Kastaði hundi í lögreglumann Ágreiningur milli mæðra fór svo að önnur kastaði litlum hundi sem hún hélt á í bringu lögreglumanns. Konan var töluvert ölvuð og var að lokum handtekin. Hundurinn reyndist ómeiddur eftir kastið. 7.12.2024 07:23
Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Samtökin '78 hafa hafa lagt fram kæru gegn Eldi S. Kristinssyni, oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Meðal þess sem hann er kærður fyrir eru ásakanir um barnagirnd. Eldur segir um pólitískar ofsóknir að ræða en formaður Samtakanna '78 segir að svo sé ekki. 29.11.2024 17:22
„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29.11.2024 15:04
Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Frakklandsforseti heimsótti dómkirkjuna Notre Dame en viðgerðum á henni er að ljúka. Um fimm ár eru síðan kviknaði í kirkjunni en hún verður aftur opnuð almenningi í byrjun desember. 29.11.2024 13:57