Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lykil­orð Louvre ein­fald­lega Louvre

Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn.

Gagnrýnisverð hegðun

Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins.

Hrein mann­vonska að náms­menn séu blóra­bögglar útlendingaóþols

Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska.

Stutt stopp Orbans á Ís­landi

Forsætisráðherra Ungverjalands gerði stutt stopp á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann er á leið til Bandaríkjanna til að funda með Bandaríkjaforseta.

Inn­sigluðu sex gisti­staði vegna skorts á leyfum

Lögreglan hefur á síðustu vikum innsiglað sex gistiheimili eða hótel þar sem tilskyld leyfi eru ekki til staðar. Meðal gistiheimila er Flóki by Guesthouse Reykjavík og íbúð á Snorrabraut.

„Þetta á­stand hefur við­gengist í allt of langan tíma“

Jóhannes Jónsson, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun, segist hafa reynt að leysa úr ófremdarástandi sem ríki innan veggja stofnunarinnar en það hafi ekki tekist. Þögn Alþingis sé óskiljanleg en þingmenn hafa völd til að vísa ríkisendurskoðanda úr embætti. Jóhannes er nú í veikindaleyfi og hyggst ekki snúa aftur vegna ástandsins.

Fengu ekki að fylgjast með meintri vændis­starf­semi í leyni

Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk ekki heimild Landsréttar til að koma upp leyndum hljóð- og myndtökubúnaði við húsnæði þar sem grunur var á að mansal ætti sér stað. Nágrannar höfðu ítrekað tilkynnt lögreglu grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í húsinu.

Sjá meira