Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð. 4.12.2025 17:07
Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Manna þarf átta stöðugildi til að hægt sé að halda endurhæfingarstarfsemi á Kristnesspítala óbreyttri. Starfsfólkið segir lokunina varða hagsmuni almennings og biðla til stjórnvalda að stíga inn í. Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segist eiga í samtali við starfsfólkið um mögulegar lausnir. 4.12.2025 13:41
Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Fjarðarheiði í gær hét Jón Ármann Jónsson. Hann var 87 ára gamall. Jón Ármann var búsettur á Seyðisfirði og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. 4.12.2025 13:14
Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Verkaskipting sambúðarfólks er ansi hefðbundin litið til kynhlutverka samkvæmt nýrri skýrslu. Hins vegar er talsverður munur á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé skipt jafnt á milli þeirra og maka, á þann hátt að karlar telji sig taka meiri þátt í verkefnum kvennanna. 4.12.2025 10:57
Ekkert verður af áttafréttum Ríkisútvarpið hefur fallið frá ákvörðuninni um að færa útsendingartíma sjónvarpsfrétta. Til stóð að sjöfréttir yrðu sendar út klukkan átta. Fréttastjóri segir boðaðar breytingar stjórnvalda á auglýsingasölu miðilsins hafi haft áhrif á ákvörðunina. 3.12.2025 16:46
Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Umboðsmaður Alþingis tók út aðstöðu, aðbúnað og meðferð þeirra sem eru í haldi lögreglunnar á Vesturlandi. Meðal tilmæla var að setja þyrfti upp klukku og hátta málum svo vistaðir geti fengið að nota salernið í næði. 3.12.2025 15:30
Eldur í bíl á Reykjanesbraut Eldur kviknaði í bíl á Reykjanesbraut um hálf tvö. Búið er að slökkva eldinn. 3.12.2025 14:03
Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Tvö umfangsmikil fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi vegna málanna. 3.12.2025 13:48
Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV, lætur af störfum um áramótin. Hún hyggst snúa sér aftur að framleiðslustörfum og klára mastersritgerð. 3.12.2025 11:37
Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri lýsa yfir verulegum áhyggjum þar sem loka á sjö daga plássi á Kristnesspítala um áramótin. Helmingi plássa hefur þegar verið lokað og finnur starfsfólkið strax fyrir gríðarlegu álagi, sem kemur aðeins til með að aukast. Þau biðla til stjórnvalda að stíga inn í þar sem hagsmunir almennings séu í húfi. 3.12.2025 11:16