Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Gera má ráð fyrir að leitarhegðun Íslendinga á Google-leitarvélinni sé ákveðin endurspeglun á því hvað gerðist á árinu en á topp tíu listanum yfir vinsælustu leitirnar má finna bandarískan áhrifavald, fyrrverandi forseta, raðmorðingja og Afríkuríki. Tæknirisinn Google tók saman það sem Íslendingar leituðu helst að í leitarvélinni á árinu. 13.12.2025 07:00
Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu íbúa í grennd við bakaríið og kaffihúsið Hygge á Barónsstíg. Íbúarnir lögðu fram stjórnvaldskæru og kölluðu eftir því að starfsleyfi staðarins yrði afturkallað, meðal annars vegna sorphirðumála og mengunar. 11.12.2025 16:49
Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opnuðu formlega nýja tvöföldun á Reykjanesbraut í dag. Verklok eru áætluð í júní 2026 en nú þegar hefur verið opnað fyrir umferð um brautina. 11.12.2025 16:11
Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Helgi Valberg Jensson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, tekur við sem ritari þjóðaröryggisráðs um næstu mánaðarmót. Forsætisráðherra féllst á tillögu Þórunnar J. Hafstein, fráfarandi ritara, að hún láti af störfum. 11.12.2025 15:12
Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Kostnaðurinn við kaup og uppbyggingu á leikskólanum Brákarborg er kominn yfir þrjá milljarða. Mál leikskólans hefur spannað þrjá borgarstjóra og eru leikskólabörnin enn ekki snúin aftur í húsnæðið. 11.12.2025 11:18
Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sara Björg Sigurðardóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. 11.12.2025 10:35
Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. 10.12.2025 21:33
Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjö bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna, þar á meðal saga um mennngu litríka persóna í litlu þorpi í Póllandi og skáldsaga byggð á ævi Jóns Magnússonar ferjumanns. 10.12.2025 21:30
Breiðholtsbrautin opin á ný Breiðholtsbrautinni var lokað fyrr í dag eftir að vörubifreið var ekið á undirstöður nýrrar brúar. Engin slys urðu á fólki. 10.12.2025 19:15
Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum er hæg en stöðug. Á meðan hún heldur áfram þarf að gera ráð fyrir að gjósa muni þar á ný. 10.12.2025 19:04