Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Elís Árnason, fyrrverandi eigandi veitingarstaðanna Café Adesso og Sport & Grill, sakar kaupendurna Helga Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgi Skúlason, um að hafa aldrei greitt fyrir staðina. 15.11.2025 16:44
Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Forstjóri Landspítalans óttast að verði af frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi muni það hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann óskar eftir því að ráðuneytið leiti annarra leiða sem hafi ekki eins mikil áhrif á sjúkrahúsið. 15.11.2025 14:46
Óslóartréð fellt í Heiðmörk Reisulegt jólatré var fellt í Heiðmörk í dag en um er að ræða Óslóartréð sjálft. Jólatréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. 15.11.2025 14:05
Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan tímabundna verslun Nocco í Smáralind. Fyrstu einstaklingarnir mættu klukkan hálf átta í morgun í von um að festa kaup á jóladagatali orkudrykkjasalans. 15.11.2025 11:04
Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. 15.11.2025 10:35
Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Þrír eru látnir og aðrir þrír slasaðir eftir að tveggja hæða rúta lenti á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Rútubílstjórinn var handtekinn á vettvangi en engar vísbendingar eru um að atvikið hafi verið viljandi. 15.11.2025 09:51
Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Þrír eru látnir og fjöldi slasaður eftir að rútu var ekið á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Bílstjóri rútunnar hefur verið handtekinn. 14.11.2025 16:09
Keyrði aftan á strætisvagn Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi um hádegi í gær þar sem bíll lenti undir strætisvagni. Einn var fluttur á sjúkrahús. 14.11.2025 14:03
Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Kári Marís Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri kísilverksmiðjunnar PCC á Bakka næstu mánaðarmót. Kristín Anna Hreinsdóttir mun taka við stöðunni á meðan rekstrarstöðvun félagsins stendur. 14.11.2025 12:48