Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hægt sé að gera byltingu í íslenska heilbrigðiskerfinu með einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hver einstaklingur þurfi að bera meiri ábyrgð á að afla sér upplýsinga um sig sjálfan. Vinna að þess konar heilbrigðisþjónustu sé þegar hafin en ekki á þeim grundvelli að allir hafi jafnan aðgang. 27.8.2025 23:29
Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Bókun eftir bókun var skráð í fundargerð bæjarstjórnar Kópavogs í gær undir liðnum Menntaráð er minni-og meirihlutinn tókust á um nýjar umbótatillögur fyrir grunnskóla bæjarins. Bæjarstjóri Kópavogs tilkynnti nýlega áætlanirnar opinberlega, minnihlutanum til ama. 27.8.2025 23:07
Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum vegna manns sem slasaðist norðan við Skaftafell. Fyrst var talið af hefja þyrfti leit þar sem ekki lá fyrir hvar maðurinn væri nákvæmlega. 27.8.2025 21:06
Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Menningarráðherra hefur skipað son heilbrigðisráðherra sem formann nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Báðir ráðherrar eru þingmenn Samfylkingarinnar. 27.8.2025 20:55
Vara við svikapóstum í þeirra nafni Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum. 27.8.2025 20:33
Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Mál lögreglu um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ telst upplýst. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur játað sök en fleiri eru með réttarstöðu sakborninga en enginn situr í gæsluvarðhaldi. Hraðbankinn fannst lasakaður en enn voru milljónirnar 22 þar inni. 27.8.2025 19:00
Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26.8.2025 23:30
Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Málverk sem nasistar stálu af listaverkasala af gyðingsættum í Hollandi fannst áttatíu árum síðar á ljósmynd í fasteignaauglýsingu í Argentínu. Verkið hafði þá ferðast á milli landa og er nú talið vera í eigu dætra embættismanns nasista. 26.8.2025 22:11
Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Fyrrverandi innviðaráðherra segist sjálfur hafa talað fyrir stöðvaskyldu leigubílstjóra, en hafi verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið. Hann segir eftirlitsaðila ekki vera að framfylgja lögunum. 26.8.2025 20:49
Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Snjókaldur í nýjum úrskurði. Hins vegar má ekki heita Latína né Væringi. 26.8.2025 18:11