Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Þriðji fundur í fundarröðinni Heilsan okkar haustið 2025 fer fram í Veröld, húsi Vigdísar, í dag. Yfirskrift fundarins eru Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu. 28.11.2025 11:02
Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Útlit er fyrir norðanátt á bilinu átta til fimmtán metra á sekúndu í dag en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan heiða. 28.11.2025 08:22
Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum vísaði þremur einstaklingum úr landi í gær. 26.11.2025 15:38
Játaði óvænt sök í Liverpool Paul Doyle, Breti sem er ákærður fyrir að keyra inn í þvögu fólks í Liverpool í sumar, játaði óvænt sök í dómsal. Hann gæti verið úrskurðaður í lífstíðarfangelsi. 26.11.2025 15:16
Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir hefur tekið tímabundið við embætti landlæknis. María Heimisdóttir landlæknir er farin í veikindaleyfi. 26.11.2025 14:45
Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Dómsmálaráðuneytið er í samningaviðræðum við erlenda alþjóðastofnun um framkvæmd DNA-sýnatakna fyrir íslensk stjórnvöld. Dómsmálaráðherra segir það séríslenskt að ekki hafi verið farið fram á slíkar sýnatökur þegar veitt eru dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 26.11.2025 14:12
Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - réttindafélags, hefur boðið sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann hefur verið félagi í Samfylkingunni frá árinu 2015. 26.11.2025 12:36
Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Tónlistarmaðurinn Hipsumhaps fjarlægði alla tónlist sína af streymisveitum í byrjun vikunnar. Í nýrri yfirlýsingu tónlistarmannsins segist hann ekki ætla að gefa út nýja plötu sína, eða birta eldri lög á streymisveitum, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. 26.11.2025 09:15
Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25.11.2025 21:39
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Ljósaganga UN Women var gengin í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var til minningar um baráttukonuna Ólöfu Töru Harðardóttur, sem lést á þessu ári. Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, hélt áhrifaríka ræðu fyrir gönguna. 25.11.2025 21:37