Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Formaður Skólameistarafélags Íslands segir vendingar síðustu daga hafa fengið skólameistara víðs vegar um landið til að íhuga stöðu sína. Félagið á fund með mennta- og barnamálaráðherra og krefst formaðurinn skýringa á boðuðum breytingum sem voru rökstuðningur ráðherrans fyrir því að auglýsa tvö embætti skólameistara laus til umsóknar. 6.12.2025 16:56
Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Jónas Már Torfason, lögfræðingur og sonur heilbrigðisráðherra, íhugar að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi. 6.12.2025 16:18
Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi. 6.12.2025 15:08
Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi. 6.12.2025 14:54
Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Ocampo hefur látið af störfum sem þjálfari íslenska kokkalandsliðsins þar sem hún er komin í lið Íslands fyrir hina virtu keppni Boscuse d'Or. 6.12.2025 13:33
Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ „Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify. 6.12.2025 12:39
Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Steinhvelfingin utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu getur ekki uppfyllt hlutverk sitt um að stöðva geislun, samkvæmt Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni. Sprengjudróni hafnaði á hvelfingunni í febrúar. 6.12.2025 10:46
Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna vilja að klukkan verði færð aftur um eina klukkustund. Þriðjungur er mótfallinn breytingunni. Landsmenn sem fara á fætur eftir klukkan níu eru hlynntastir breytingunni. 6.12.2025 10:00
Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð. 4.12.2025 17:07
Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Manna þarf átta stöðugildi til að hægt sé að halda endurhæfingarstarfsemi á Kristnesspítala óbreyttri. Starfsfólkið segir lokunina varða hagsmuni almennings og biðla til stjórnvalda að stíga inn í. Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segist eiga í samtali við starfsfólkið um mögulegar lausnir. 4.12.2025 13:41