Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24.5.2024 06:44
Forsetaáskorunin: Álíka nagli og Jason Statham Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 23.5.2024 19:00
Opinbera Hemsworth í hlutverki Geralt Aðdáendur þáttanna The Witcher á Netflix fengu loks í gær að sjá Liam Hemsworth í hlutverki skrímslabanans Geralt frá Rivíu. Henry Cavill, sem lék Geralt í fyrstu þremur þáttaröðunum, hætti í október 2022. 23.5.2024 11:42
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23.5.2024 10:54
Hætta við hlutafjárútboð og skráningu Íslandshótela Ákveðið hefur verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Er það vegna þess að ekki fengust áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og hættu seljendur því við. 22.5.2024 23:46
Annar umdeildur fáni hékk við annað hús dómara Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta. 22.5.2024 23:00
Niðurskurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land. 22.5.2024 22:31
Höfða mál gegn hundrað lögregluþjónum vegna árásarinnar í Uvalde Foreldrar og fjölskyldumeðlimir nítján af 21 sem skotin voru til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022, ætla að höfða mál gegn nærri því hundrað lögregluþjónum á vegum Texas-ríkis sem komu að viðbrögðum yfirvalda við árásinni. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í árásinni en viðbrögð lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum frá því árásin átti sér stað. 22.5.2024 21:00
Undir áhrifum og með eftirlíkingu af skotvopni Tveir menn undir áhrifum fíkniefna og með eftirlíkingu af skotvopni með sér voru handteknir nærri Klambratúni í dag. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan sex í dag tilkynning um vopnaðan mann í miðbænum og var viðbúnaður lögreglunnar umfangsmikill. 22.5.2024 19:45
Lokabardagi Pingsins í Baldur's Gate Föruneyti Pingsins lýkur ferðalagi sínu um Sverðsströndina í kvöld. Í þessum síðasta þætti Pingsins fer fram lokabardagi Baldur's Gate 3. 22.5.2024 19:31