Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dýrasta fast­eign Banda­ríkjanna til sölu

Dýrasta fasteign sögunnar í Bandaríkjunum er nú til sölu. Hægt er að öðlast stærðarinnar hús við ströndina í Naples í Flórída fyrir einungis þrjú hundruð milljónir dala, tæpar.

Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til á­byrgðar

Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn.

Úkraínu­menn að hörfa frá Avdívka

Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá borginni Avdívka eða hluta hennar, í austurhluta Úkraínu, eftir umfangsmiklar árásir Rússa á borgina frá því í október. Skotfæraleysi hefur leikið úkraínska hermenn grátt á undanförnum vikum en Úkraínumenn eru sömuleiðis sagðir glíma við skort á hermönnum.

Navalní sagður hafa dáið í fangelsi

Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda.

Upp­ljóstrari FBI á­kærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden

Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta.

Helldivers 2: Geim­verur drepnar í nafni vel­megunar

Helldivers 2 er þrususkemmtilegur fjölspilunarleikur sem einkennist af óreiðu og húmor. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins og hefur velgengni leiksins komið framleiðendum hans á óvart.

„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“.

Yfir­maður Svartahafsflotans rekinn

Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga.

Smith biður hæsta­rétt um að tefja ekki réttar­höldin

Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember.

Sjá meira