Musk biður Harald afsökunar Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld. 8.3.2023 00:23
Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7.3.2023 23:02
Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. 7.3.2023 21:32
Stjórinn: Halda ótrauðir áfram eftir brottrekstur Stjórarnir fengu báðir að kenna fyrir stígvélinu í síðasta þætti. Þrátt fyrir það eru þeir mættir aftur og staðráðnir í að halda liðum sínum í efstu deildinni. 7.3.2023 20:30
Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7.3.2023 20:01
Forsetinn fær fyrstu sokka Mottumars Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fær á morgun fyrsta Mottumarssokkaparið afhent á Bessastöðum. 7.3.2023 18:53
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7.3.2023 18:00
Bakhjarlar Úkraínu leggja til undanhald frá Bakhmut Úkraínumenn segjast ætla að halda Bakhmut í Dónetskhéraði, þrátt fyrir erfitt ástand þar og að Rússum hafi vaxið ásmegin. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði með herforingjaráði Úkraínu þar sem talað var um að senda meiri liðsauka á svæðið. 6.3.2023 23:35
Drungarleg skógarferð hjá GameTíví Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á taugarnar í drungalegri skógarferð í kvöld. Þeir ætla að kíkja á hryllingsleikinn Sons of the Forest og reyna að lifa af á eyðieyjum með stökkbreyttum mannætum. 6.3.2023 19:30
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6.3.2023 18:34