Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Annað safn rænt í Frakk­landi um helgina

Nokkrum klukkustundum eftir að bíræfnir ræningjar rændu gífurlega dýrmætum kórónum og skartgripum Louvre-safninu á sunnudaginn létu aðrir þjófar greipar sópa á öðru safni í Frakklandi. Um tvö þúsund gull- og silfurmyntum var stolið af safni sem tileinkað er heimspekingnum Denis Diderot í Landres í Frakklandi.

Fyndnustu dýralífsmyndir ársins

Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Nikon Comedy Wildlife Photography Awards birtu í dag þær myndir sem keppa til úrslita þetta árið. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.

Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning

Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn.

Gerðu á­rás á leik­skóla í Karkív

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir umfangsmiklar árásir Rússa á Úkraínu í nótt og í morgun. Þar á meðal er kona og tvær ungar dætur hennar í Kænugarði, sex mánaða og tólf ára gamlar. Í öðru tilfelli féll einn í árás á leikskóla í Karkív.

Hegseth bannar nú sam­skipti við þingið

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sett hæst settu embættismönnum ráðuneytisins nýjar reglur varðandi samskipti þeirra við þingmenn. Öll slík samskipti eiga nú að fara gegnum æðstu lögmenn ráðuneytisins, sem þurfa að veita herforingjum leyfi til að ræða við þingmenn.

Óttast að senda her­menn til Gasa

Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða.

Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislu­sal Trumps

Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið.

Stjórn Warner Bros. segir fé­lagið til sölu

Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery segjast nú tilbúnir til að selja fyrirtækið í heild sinni. Áður höfðu þeir stefnt að því að skipta fyrirtækinu í tvennt en eftir að hafa fengið veður af áhugasömum kaupendum hafa þeir skipt um skoðun. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað töluvert í virði eftir tilkynninguna í dag.

Ó­lík­legt að Trump og Pútín muni funda í bráð

Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður.

Sjá meira