Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

UEFA hefur rann­sókn vegna kvartana Tel Aviv

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun rannsaka hvort Aral Şimşir hafi öskrað „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ eftir leik Midtjylland og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Evrópudeild karla í fótbolta.

Varði mark botn­liðsins en bar samt af

Á laugardag lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þá var þegar ljóst að Fylkir og Keflavík væru fallin niður í Lengjudeildina en það var markvörður botnliðsins sem bar af þegar skoðað er markverðir komu í veg fyrir flest mörk á leiktíðinni.

Daníel Ingi fram­lengir hjá Nord­sjælland

Hinn 17 ára gamli Daníel Ingi Jóhannesson, bróðir Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, hefur skrifað undir nýjan samning við Nordsjælland sem spilar í efstu deild danska fótboltans.

Hætti á sam­fé­lags­miðlum og hættir ekki að skora

Brennan Johnson, leikmaður Tottenham Hotspur, hefur verið hreint út sagt óstöðvandi undanfarnar vikur en hann hefur skorað í sex leikjum í röð. Markahrinan kemur í kjölfar þess að Johnson lokaði Instagram-aðgangi sínum eftir mikil leiðindi í sinn garð.

Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Val í leiknum gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag en var hins vegar mættur á æfingu A-landsliðs Íslands sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales í Þjóðadeildinni síðar í vikunni.

Katrín ekki með slitið kross­band

Katrín Ásbjörnsdóttir varð um helgina í Íslandsmeistari þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Hún fagnaði titlinum á sjúkrabörum eftir að meiðast illa á hné í leiknum. Fyrst var óttast að krossbandið hefði slitnað en það var sem betur fer ekki raunin.

Sjá meira