Njarðvík semur við eina unga og efnilega Bo Guttormsdóttir-Frost mun leika með Njarðvík í Bestu deild kvenna í körfubolta á komandi leiktíð. Frá þessu var greint á vef Njarðvíkur. 7.10.2024 23:33
UEFA hefur rannsókn vegna kvartana Tel Aviv Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun rannsaka hvort Aral Şimşir hafi öskrað „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ eftir leik Midtjylland og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Evrópudeild karla í fótbolta. 7.10.2024 23:01
Varði mark botnliðsins en bar samt af Á laugardag lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þá var þegar ljóst að Fylkir og Keflavík væru fallin niður í Lengjudeildina en það var markvörður botnliðsins sem bar af þegar skoðað er markverðir komu í veg fyrir flest mörk á leiktíðinni. 7.10.2024 22:15
Daníel Ingi framlengir hjá Nordsjælland Hinn 17 ára gamli Daníel Ingi Jóhannesson, bróðir Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, hefur skrifað undir nýjan samning við Nordsjælland sem spilar í efstu deild danska fótboltans. 7.10.2024 21:33
Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Brennan Johnson, leikmaður Tottenham Hotspur, hefur verið hreint út sagt óstöðvandi undanfarnar vikur en hann hefur skorað í sex leikjum í röð. Markahrinan kemur í kjölfar þess að Johnson lokaði Instagram-aðgangi sínum eftir mikil leiðindi í sinn garð. 7.10.2024 20:45
Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Val í leiknum gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag en var hins vegar mættur á æfingu A-landsliðs Íslands sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales í Þjóðadeildinni síðar í vikunni. 7.10.2024 20:16
Ómar Ingi frábær í öruggum sigri Magdeburg Ómar Ingi Magnússon var markahæstur þegar Magdeburg lagði Göppingen með sjö marka mun í efstu deild þýska handboltans í kvöld, lokatölur 31-24. 7.10.2024 19:16
Karólína Lea og stöllur enn taplausar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur í Bayer Leverkusen eru enn taplausar í þýsku efstu deild kvenna í knattspyrnu. 7.10.2024 18:33
Katrín ekki með slitið krossband Katrín Ásbjörnsdóttir varð um helgina í Íslandsmeistari þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Hún fagnaði titlinum á sjúkrabörum eftir að meiðast illa á hné í leiknum. Fyrst var óttast að krossbandið hefði slitnað en það var sem betur fer ekki raunin. 7.10.2024 17:45
Sakaður um að öskra „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ Aral Şimşir, leikmaður Midtjylland í Danmörku, hefur verið sakaður um að öskra „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ í átt að leikmönnum ísraelska félagsins Maccabi Tel Aviv þegar liðin mættust í Evrópudeild karla í knattspyrnu á dögunum. 7.10.2024 07:02