Ákærður fyrir að hafa hafið skothríð á þyrlu á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi tilkynnti í dag að ákæra hafi verið lögð fram á hendur 21 árs manns fyrir að gera tilraun til að ráða fjórtán manns bana þann 22. mars síðasta árs. 27.2.2024 17:17
Heitir því að halda árásum í Líbanon áfram þrátt fyrir vopnahlé Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels hefur heitið því að auka þungann í árásum þeirra á Hezbollah-samtökin í Líbanon jafnvel þó að vopnahlé náist á Gasasvæðinu. 25.2.2024 23:54
Þýskaland lögleiðir kannabis Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota. 25.2.2024 23:13
Fjórir létust í snjóflóði Fjórir skíðakappar létu lífið í dag þegar snjóflóð féll um 1600 metrum fyrir ofan þorpið Mont-Dore á svæði sem er kallað Val d'Enfer í Frakklandi. 25.2.2024 22:38
Star Trek-stjarna látin Kanadíski leikarinn Kenneth Mitchell frægur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stark Trek: Discovery er látinn eftir fimm ára baráttu við blandaða hreyfitaugahrörnun. 25.2.2024 20:09
Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25.2.2024 19:49
Fundi lokið og annar boðaður í fyrramálið Samningsfundi breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu lauk fyrir skemmstu og hefur annar verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 25.2.2024 18:49
Mygla fannst í stjórnsýsluhúsinu Mygla hefur greinst í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík. Niðurstaða greiningar verkfræðistofunnar Verkís hefur leitt í ljós að myglu er að finna á þremur stöðum en að kjallarinn sé verst farinn. 25.2.2024 18:11
Forsetahjónin ræddu við Palestínumenn á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og eiginkona hans Eliza Reid ræddu á föstudaginn við Palestínumenn búsetta á Íslandi á Bessastöðum yfir kaffi og kleinum. Þau ræddu um stríðið sem geysar á Gasa og áhrif þess á Palestínumenn hérlendis og annars staðar. 25.2.2024 17:59
Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24.2.2024 23:21
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp