Mætti með hníf í sund og var vísað út Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni. 11.10.2025 18:31
Biden í geislameðferð við krabbameini Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur hafið geislameðferð við blöðruhálskrabbameini. Meinið fannst í maí síðastliðnum en krabbamein í blöðruhálsi er gríðarlega algengt meðal karla yfir áttræðu. 11.10.2025 18:23
Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11.10.2025 18:06
Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í kvöld að hundrað prósent tollar yrðu lagðar á allar vörur frá Kína. Þessi hundrað prósent sagði hann bætast við þá tolla sem innflytjendur borga þegar fyrir kínverskar vörur. Tilkynningin markar enn aðra stigmögnunina í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína. 10.10.2025 23:16
Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. 10.10.2025 22:08
Hvattir til að leggja tímanlega af stað Vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda á Reykjanesbraut á morgun verður umferð að Keflavíkurflugvelli beint um hjáleið í gegnum Reykjanesbæ. Leiðirnar verða merktar á staðnum. 10.10.2025 21:42
Kourani fluttur á Klepp Mohamad Kourani hefur verið fluttur á réttargeðdeild á Kleppi þar sem hann gengst undir lyfjameðferð. Síðastliðnu ári hefur hann varið í einangrunarklefa vegna árásargjarnar og ofbeldisfullar hegðunar. 10.10.2025 20:27
Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Vladímír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi þátt rússneskra loftvarna í hrapi aserskrar farþegaþotu í lofthelgi Rússlands í desember á síðasta ári. Þrátíu og átta fórust með flugvélinni. 10.10.2025 19:59
Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Lögregla vísaði manni út af bókasafni í dag en sá var að neyta áfengis á salerni þar innandyra sem, að sögn lögreglu, „samræmist ekki góðum bókasafnsháttum.“ 10.10.2025 18:02
Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi. 10.10.2025 17:31