Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Mygla fannst á bæjarskrifstofunum á Seltjarnarnesi og hluti húsnæðisins verður lokað. Minnst tveir starfsmenn hafa fundið fyrir einkennum af völdum myglunnar. 18.7.2025 19:35
Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Ekki miklu mátti muna þegar ökumaður tók fram úr öðrum á þjóðveginum fyrir norðan. Bíllinn komst aftur á sinn vegarhelming augnablikum áður en að bíll kom á fleygiferð úr hinni áttinni. 18.7.2025 18:38
Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. 18.7.2025 18:32
Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Meðferð glerflaskna verður stranglega bönnuð á Þjóðhátíð í Herjólfsdal í ár. 18.7.2025 17:41
Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Svo virðist sem að framhjáhald forstjóra bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis hafi óvart afhjúpast á stóra skjánum á tónleikum Coldplay. 17.7.2025 23:46
Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Ofurhuginn austurríski Felix Baumgartner lést í dag 56 ára að aldri. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 2012 fyrir að hafa fyrstur manna rofið hljóðmúrinn án farartækis. 17.7.2025 22:18
Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. 17.7.2025 21:34
Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Gervioxycontin, sem samsett er úr sex mismunandi lyfjum, hefur greinst hér á landi en það hefur hvergi fundist annars staðar í heiminum. Mikið magn lyfsins er í dreifingu og aukaverkanirnar geta verið grafalvarlegar. 17.7.2025 21:00
Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir umferð almennings um Grindavík. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum og brýnir til fólks að nýjar gossprungur geti opnast með litlum fyrirvara og að skyndileg framhlaup geti orðið. 17.7.2025 20:44
Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið greindur með langvinna bláæðabólgu. Bólgu varð vart neðarlega á fæti forsetans og hann gekkst undir ítarlega læknisskoðun í kjölfarið. 17.7.2025 20:05