Teitur dregur oddvitaframboðið til baka Teitur Björn Einarsson hefur dregið framboð sitt um oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til baka og sækist þess í stað eftir öðru sæti. 20.10.2024 14:03
Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. 20.10.2024 13:39
Birta Líf og Gunnar eiga von á dóttur Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali eiga von á dóttur. 20.10.2024 12:55
Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú breiðfylking sem hann var Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun sína um að leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum ekki skýrast af því að hún sé að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Hún greindi frá því að hún myndi leiða annan Reykjavíkurlista Miðflokksins í komandi kosningum. 20.10.2024 11:41
Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20.10.2024 10:41
Kostnaður við snagana nam 1,7 milljónum Kostnaður við snaga sem settir voru upp í Álftamýrarskóla var 1,7 milljónir en ekki 12 milljónir eins og haldið hafði verið fram í fréttum. Milljónirnar tólf voru heildarkostnaður við umfangsmikið viðgerðarverkefni sem snagarnir voru aðeins hluti af. 19.10.2024 14:35
Fluttur á spítala vegna alvarlegs efnabruna af völdum ætandi efnis Alvarlegt vinnuslys varð á bæ í nágrenni Skagastrandar fyrir hádegi í dag. Einn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna efnabruna. 19.10.2024 14:20
Alma vill leiða Samfylkinguna í Kraganum Alma Möller landlæknir vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður tilkynnti í dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér vegna heilsubrests. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona flokksins stefnir á sama sæti. 19.10.2024 12:57
Grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu. 19.10.2024 12:41
Átti samtal við Höllu Hrund fyrir stjórnarslitin Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist sjálfur hafa ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að Halla Hrund Logadóttir fengi oddvitasætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. 19.10.2024 11:46