Stórbruni í atvinnuhúsnæði í Reykjanesbæ Eldsvoði kom upp í atvinnuhúsnæði á horninu á Víkurbraut og Hrannargötu í Reykjanesbæ laust eftir hádegi í dag. Tjónið er mikið, bæði á húsinu sjálfu og munum sem eru þar inni. 26.7.2023 12:45
Rannsókn lokið á manndrápi á Ólafsfirði Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, á manndrápi sem átti sér stað í október á síðasta ári, er lokið. 25.7.2023 17:28
Eldurinn kviknaði sennilega út frá rafhlöðu Forstjóri Endurvinnslustöðvarinnar Terra segir búnað og tæki hafa sloppið vel úr eldsvoða sem kviknaði í skemmu stöðvarinnar í nótt. Hann segir líklegast að eldurinn hafi kviknað af sjálfu sér út frá rafhlöðu í ruslinu. 25.7.2023 16:29
„Stefnan er að ráðast á þetta af miklum krafti“ Slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ráðist verði í slökkvistörf á Reykjanesi af fullum þunga á morgun. Lögregla telur ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum að gossvæðinu opnum allan sólarhringinn. 25.7.2023 11:46
Enn að jafna sig og skoða að leita réttar síns Íslensk fjölskylda varð fyrir áfalli í síðustu viku þegar til stóð að vísa fjölskylduföðurnum, sem búið hefur hér á landi í átta ár, úr landi við komu á Keflavíkurflugvöll. Fjölskyldan er enn að jafna sig og skoðar það að leita réttar síns vegna atviksins. 24.7.2023 13:49
„Stutt gúggl“ til að komast að því hver drap Tupac Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, segir lítið mál að komast að líklegri niðurstöðu um það hver hafi drepið rapparann Tupac Shakur. Nýjar vendingar í morðmáli rapparans hafa vakið mikla athygli. 23.7.2023 09:01
Minni bjórglös og buddan tæmist hraðar Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma. 21.7.2023 14:15
Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 21.7.2023 09:40
Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings. 20.7.2023 14:54
Sorglegt að sveitarfélagið standi ekki með Seyðfirðingum Fjölmenn mótmæli voru haldin á Seyðisfirði um helgina þar sem áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði var mótmælt. Formaður félagasamtaka á Seyðisfirði segir sorglegt sveitarfélagið standi ekki með meirihluta íbúa, sem eru andvígir áformunum. 17.7.2023 17:38