Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður. 14.6.2024 17:19
Enn neisti hjá Bad Bunny og Kendall Jenner Lengi lifir í gömlum glæðum. Slúðurmiðlar höfðu greint frá sambandsslitum þeirra Bad Bunny og Kendall Jenner en þau sáust á rómantísku stefnumóti í Púertó Ríkó, heimalandi Bad Bunny, fyrr í vikunni. 13.6.2024 22:43
Sérsveitin kölluð til vegna byssu sem reyndist leikfang Þrír sérsveitarbílar voru kallaðir til á Snorrabraut vegna tilkynningar um mann sem veifaði byssu. Byssan reyndist leikfang. 13.6.2024 21:38
Eigandi Gríska hússins: „Erum við einhver mafía?“ Eigandi Gríska hússins, Zakaria Handawi, segist ávallt hafa starfað innan laganna ramma. Hann er sjálfur staddur erlendis og botnar ekkert í aðgerðum lögreglu. 13.6.2024 21:01
Banjóleikari frá Nashville með Baggalúti og Sinfó Baggalútur og Sinfóníuhljómsveit Íslands sameina krafta sína á stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Þeim til fulltingis verða heimsklassa banjó- og gítarleikarar frá Nashville í Bandaríkjunum. 13.6.2024 20:19
Hótanir í garð lögreglumanna komnar á borð saksóknara Lögregla hefur kært tvær hótanir í garð lögreglumanna til héraðssaksóknara. Formaður Landssambands lögreglumanna tengir hótanirnar beint við Palestínumótmæli sem staðið hafa yfir síðustu vikur og mánuði. 13.6.2024 19:23
Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. 12.6.2024 14:09
Fara í saumana á sendiherraskipunum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. 12.6.2024 12:54
Verkjamóttakan hafi dregið verulega úr morfínlyfjanotkun Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, segir að verkjamóttaka heilsugæslunnar hafi dregið úr notkun opíóðalyfja hjá skjólstæðingum heilsugæslunnar um 30 prósent. 12.6.2024 10:16
Dregur úr gasmengun með auknum vindi næstu daga Gasmengun minnkar töluvert í dag og næstu daga með auknum vindi. Gosið mallar áfram og meginstraumur hrauns mjakast til norðurs og norðvesturs. 12.6.2024 08:28