Lífið

Banjóleikari frá Nashville með Bagga­lúti og Sinfó

Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Þeir Ryan og Matt eru heimsklassa, að sögn Baggalútsmanna.
Þeir Ryan og Matt eru heimsklassa, að sögn Baggalútsmanna. vísir/sigurjón

Baggalútur og Sinfóníuhljómsveit Íslands sameina krafta sína á stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Þeim til fulltingis verða heimsklassa banjó- og gítarleikarar frá Nashville í Bandaríkjunum.

Rætt var við þá Braga Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson Baggalútsmenn fyrir tónleika í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að því loknu léku banjóleikarinn Matt listir sínar. 

„Nú eru það sumartónleikar, og þá meira kántrí. Þá dugar ekkert minna en Sinfó,“ segir Bragi Valdimar. „Stærsti viðburður aldarinnar, myndi ég segja.“

Baggalútur hefur ekki enn spilað með Sinfó.

„En þegar það gerist þá kaupi ég mér nýjan hatt,“ segir Guðmundur.

„Þá fáum við aðflutta spilara. Í þetta sinn frá Nashville í Tennessee-fylki Bandaríkjunm og þeir kunna að spila á banjó,“ segir Bragi og bætir við að fyrsta plata þeirra hafi verið „banjó-drifin“. Banjóleikarinn Matt og gítarleikarinn Ryan verða með þeim Baggalútsmönnum á sviðinu og er fremstur meðal jafningja. Hann tók lagið í innslaginu sem má sjá hér að ofan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×