Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum. 3.7.2024 18:11
Milljarðar streyma úr landi með starfsemi veðmálafyrirtækja Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er fjallað um að íslenska ríkið verði af verulegum fjármunum á meðan lög eru ekki sett í kringum starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja hér á landi. Ekkert hefur gerst í málinu síðan starfshópur skilaði skýrslu fyrir hálfu öðru ári. 3.7.2024 18:01
Þvertaka fyrir að Biden sé efins um framboð Í tilkynningu talsmanns Hvíta hússins er þvertekið fyrir að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé efins um að halda framboði sínu til forseta til streitu. Tilkynningin kemur í kjölfar fréttar um að Biden hefði tjáð nánum bandamanni að hann væri að vega og meta það að hætta við. 3.7.2024 17:34
Sá fyrsti sem kallar eftir því að Biden stígi til hliðar Öldungadeildarþingmaðurinn Lloyd Doggett er fyrsti þingmaðurinn úr röðum Demókrata til þess að kalla eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti stígi til hliðar og hætti við forsetaframboð. 2.7.2024 23:49
Friðhelgin stórauki vald forsetans Dósent í stjórnmálafræði segir niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna, þess efnis að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti geti notið friðhelgi frá ákærum vegna embættisverka hans, munu hafa mikil áhrif á kosningabaráttuna framundan. 2.7.2024 23:10
Komu fótbrotnum göngumanni til bjargar Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum sinnti í dag útkalli vegna göngumanns sem hafði dottið á Bláhnjúk skammt sunnan Landmannalauga. 2.7.2024 22:39
Leysir frá brandaraskjóðunni Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi. 2.7.2024 22:26
Íbúí í Holtunum smitaðist af hermannaveiki Íbúí í Vatnsholti í Reykjavík smitaðist af hermannaveiki og hefur heilbrigðiseftirlit borgarinnar gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu. 2.7.2024 21:38
Ákvörðun um refsingu Trump frestað Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu í máli Donald Trump fram í september á þessu ári. Trump var sakfelldur í málinu í maí á þessu ári fyrir skjalafals vegna mútugreiðslna til klámmyndaleikkonu. 2.7.2024 20:13
Íslandsbankahúsið rústir einar Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi er rústir einar. Unnið hefur verið að niðurrifi hússins í rúma tvo mánuði. 2.7.2024 19:42