Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. 16.9.2024 23:50
Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Kona hefur verið sýknuð af ákæru um ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginmanni sínum. Litið var til hæðarmunar þeirra tveggja við aðalmeðferð og ekki talið hafið yfir allan vafa að hún hafi valdið þeim áverkum sem á honum voru. 16.9.2024 23:03
Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Maðurinn sem leitað er að í Vík og nágrenni heitir Illes Benedek Incze og er búsettur í bænum. Síðast sást til Illes klukkan þrjú síðastliðna nótt en lögreglan á Suðurlandi leggur mikla áherslu á leitina vegna leiðindaveðurs sem er á svæðinu. 16.9.2024 22:59
Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni „Þetta er helvíti skítt,“ segir Þröstur Guðlaugsson 69 ára ellilífeyrisþegi um fjárhagsstöðu sína. Hann missti vinnuna í Covid, fór á ellilífeyri og þarf nú að lifa mánuðinn af á um það bil 140 þúsund krónum. Hann hefur því prófað að leita sér að svartri vinnu. 16.9.2024 20:18
Sendir dótturina ekki í skólann vegna ofbeldis Móðir stúlku í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segist vera að niðurlotum komin eftir baráttu við skólayfirvöld vegna ofbeldis sem dóttir hennar hafi orðið fyrir í skólanum af hálfu samnemanda. Hann hafi hótað stúlkunni öllu illu og í einu tilviki mætt með hníf í skólann. 15.9.2024 22:59
Vaktin: Rannsakað sem banatilræði gegn Trump Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um banatilræði gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta á golfvelli hans í Flórída. Ýmislegt er á reiki um árásina en fyrir liggur að leyniþjónustumenn skutu í átt að meintum byssumanni. Alríkislögeglan rannsakar árásina sem banatilræði. 15.9.2024 19:28
Fjöldi fyrirtækja á skiltum mótmælenda Svokölluð sniðganga var gengin í Reykjavík og á Akureyri í dag. Um er að ræða viðburð á vegum félagsins Ísland-Palestína með þann tilgang að hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael til stuðnings Palestínu. 14.9.2024 22:06
Ástin blómstrar hjá Erpi og nýju kærustunni á Ítalíu Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson nýtur nú lífsins á Ítalíu með nýju kærustunni sinni, Lísbetu Rós Ketilbjarnadóttur. 14.9.2024 21:36
Keypti miða á Hólmavík og vann níu milljónir Miðaeigandi í Lottói kvöldsins vann rúmar 8,9 milljónir í kvöld, en hann var sá eini sem hlaut fyrsta vinning. Miðann keypti hann í Krambúðinni á Hólmavík. 14.9.2024 21:20
Sérsveitin til aðstoðar við eftirför í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæði veitti ökumanni á mótórhjóli eftirför í Mosfellsbæ með nokkrum hasar um klukkan hálf sex í dag. Mikill viðbúnaður var á svæðinu og naut lögregla aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. 14.9.2024 21:15