Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26.12.2024 23:19
Komu hesti til bjargar úr gjótu Björgunarsveitir á Suðurlandi stóðu í ströngu síðdegis við að bjarga hesti sem hafði fest sig í gjótu. 26.12.2024 22:01
Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu bauðst til þess að hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu á fundi hans með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á sunnudag. 26.12.2024 21:44
Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, er frumsýnt í kvöld. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri verksins segir jólahald fara „allt í rugl“ þegar frumsýning er haldin annan í jólum. 26.12.2024 20:23
Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Nokkur snjóflóð féllu á vegi á Vestfjörðum í nótt. 26.12.2024 19:33
Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26.12.2024 18:59
Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Holtavörðuheiði verður lokað á ný í kvöld vegna slæmrar veðurspár. 26.12.2024 17:38
Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25.12.2024 23:58
Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Draga á úr vindi og élum í nótt víða á landinu, með slyddu og rigningu í fyrramálið. Enn verður hvasst við suðurströndina. Á næstu dögum er búist við því að kólni töluvert. 25.12.2024 22:55
Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25.12.2024 22:17