Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Prinsinn hélt blautt garðpartý

Vilhjálmur Bretaprins bauð í blautt garðpartý við Buckingham höll nú síðdegis í nafni föður síns Karls konungs. Þangað fengu boð þúsundir gesta sem hafa unnið sjálfboðaliðastörf og er um að ræða þakklætisvott af hálfu konungsfjölskyldunnar. Veðrið lék ekki við gesti en regnhlífar komu í veg fyrir að gestir yrðu votir.

Egill mætti með barna­börnin á for­sýningu Snertingar

Hátiðarforsýning á íslensku kvikmyndinni Snertingu í leikstjórn Baltasar Kormáks fór fram með pompi og prakt í Smárabíó í gærkvöldi. Sýningin var gríðarlega vel sótt og voru þar meðal annars alþjóðlegar stórstjörnur sem vinna nú með Baltasar að þáttagerð hér á landi.

Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar

Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins.

Clooney mælti með hand­töku Netanyahu

Amal Clooney er ein þeirra sérfræðinga sem mælti með því við sérstakan saksóknara á vegum Alþjóðaglæpadómstólsins að gefin yrði út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels auk leiðtoga Hamas samtakanna.

Með á­tján husky hunda á heimilinu og mæla með

Í sjötta þætti af þáttunum Hundarnir okkar sem sýndir eru á Vísi alla þriðjudaga er farið í sleðaferð með huskyhundum með eigendum sleðafyrirtækis sem hafa átján husky hunda inni á heimili sínu. 

Af vængjum fram: „Ég ætla ekkert að fara að gráta hérna“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi hefur aldrei borðað kjúkling og gæðir sér þess í stað á blómkáli. Steinunn fór eitt sinn út úr húsi og heilsaði hvölum sem kölluðu á hana á bjartri sumarnóttu úr Steingrímsfirði.

Hafa ekki sést saman í sjö vikur

Bandarísku ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur, eða því sem nemur rúmlega fimmtíu dögum. Þetta hefur ekki verið til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að það stefni í skilnað.

Sjá meira