Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Með „bleikt kókaín“ í blóðinu þegar hann lést

Bráðabirgðarkrufning á líki breska söngvarans Liam Payne hefur leitt í ljós að hann hafði neytt nokkra tegunda fíkniefna þegar hann lést. Meðal þeirra eru MDMA, ketamín og metamfetamín og kókaín.

Bein út­sending: Bingó Blökastsins

Þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steindi Jr. standa fyrir haust-bingói Blökastsins klukkan 19:00 í kvöld. Sýnt verður frá bingóinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í beinni útsendingu.

„Undra­barn“ keppir á undan­þágu og tekur pabba í kennslu­stund

Rafíþróttamaðurinn Atli Snær Sigurðsson hefur nú þegar, aðeins fimmtán ára gamall, unnið Íslandsmeistaratitilinn í DOTA 2 þrjú ár í röð en hann hefur keppt á undanþágu vegna ungs aldurs. Hann á einnig sæti í landsliði Íslands í DOTA 2 og Bergur Árnason, mótastjóri Kraftvéladeildarinnar í DOTA2, gengur hiklaust svo langt að kalla Atla „undrabarnið“ þeirra.

Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi

Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og  óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 

Haustförðunin sem hefur slegið í gegn á TikTok

Tískustraumar í förðunarheiminum eru eins misjafnir og þeir eru margir en í nýjasta þætti Fagurfræði tekur Rakel fyrir hausttrendin sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlinum Tik-Tok.

„Hug­leikið hver fær að stunda kyn­líf og hver ekki“

Tónlistarmaðurinn Önnu Jónu Son, Haraldur Þorleifsson gaf í dag út tónlistarmyndband. Myndbandið er við lagið Legs Entwined og segir Haraldur þar um að ræða ástarsögu. Lagið er hluti af plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kom út í maí.

Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024

Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur.

Bingó í beinni á sunnu­dag

Þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steindi Jr. standa fyrir árlega Haustbingó Blökastsins klukkan 19:00 sunnudaginn 20. október næstkomandi. Sýnt verður frá bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Fjöl­skylda Liam Payne biður um and­rými

Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum.

Sjá meira