„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6.12.2023 15:27
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5.12.2023 19:41
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5.12.2023 13:42
Telur óánægju aðallega bundna við slæmt aðgengi að heilbrigðisþjónustu Sú neikvæða upplifun af opinberri heilbrigðisþjónustu sem kristallast í niðurstöðum könnunar sem Prósent framkvæmdi og fréttastofa fjallaði um í morgun, koma Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, ekki mikið á óvart þó svörin séu ansi afgerandi. 1.12.2023 15:41
Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30.11.2023 14:25
Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29.11.2023 13:32
Mun fleiri konur en karlar færa fórnir til að brúa bilið Ný könnun Vörðu sýnir að mun hærra hlutfall kvenna en karla lengir fæðingarlof og hættir í vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Framkvæmdastjóri Vörðu segir að afleiðingar ójafnrar ábyrgðar kynjanna á umönnun barna fylgi konum út ævina, til að mynda með lægri lífeyrisgreiðslum. 28.11.2023 13:34
Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. 17.11.2023 19:31
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16.11.2023 22:07
Beina sjónum sínum helst að miðju gangsins Smáskjálftavirkni í kvikuganginum við Sundhnúk heldur áfram og GPS gögn sýna að gliðnun heldur áfram. Jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna svipaða og í gær og að þau eigi alveg eins von á gosi í dag, á morgun eða næstu daga. 16.11.2023 11:55