Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. desember 2024 12:36 Stjórn Fangavarðafélags Íslands skorar á stjórnvöld að skera ekki meira niður til Fangelsismálastofnunar. Vísir/Arnar Formaður félags fangavarða segir niðurskurðaraðgerðir í fangelsismálum muni verða til þess að ýta þeim sem eftir eru í starfi út í veikindi eða önnur störf. Fangaverðir séu uggandi, sárir og reiðir. Í gær var greint frá því að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaraðgerða sem kynntar voru starfsfólki í gær. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu vera tugmilljóna króna hallarekstur. Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, harmar tillögur um fækkun stöðugilda. Hverjar heldurðu að mögulegar afleiðingar kunni að verða af þessu? „Klárlega þær að þeir sem eftir sitja munu koma til með að þurfa að hlaupa hraðar og það er nógu mikið álag á okkur nú þegar. Við erum að vinna ofboðslegt magn af aukavöktum, nú þegar, og ég held að þetta muni bara koma til með að ýta fólki út í veikindi eða út í önnur störf því þetta mun koma til með að auka álag á okkur alveg gífurlega.“ Hann segir að niðurskurður innan kerfisins muni á endanum bitna á föngum því langvarandi undirmönnun leiði ekkert gott af sér. „Sem þýðir það að við munum ekki geta sinnt þeim einstaklingum eins vel og við vildum gera því það er mjög stór hópur fólks hjá okkur sem á kannski ekki beint erindi inn í fangelsiskerfið heldur frekar inni á sjúkrastofnun eða slíkt og ef þessum einstaklingum með þessa andlegu erfiðleika er ekki sinnt vel og rétt þá getur voðinn orðið vís.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við í ljósi áberandi umræðu um að bæta þurfi öryggi fangavarða. „Fólk er uggandi og bara hálfreitt yfir þessu og sárt. Mig langar að skora á stjórnvöld að setja meira fjármagn í þetta kerfi þannig að bæði fangavörðum og föngum verði rótt í því sem þeir eru að reyna að gera hérna.“ Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Streita og kulnun Tengdar fréttir Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47 Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Í gær var greint frá því að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaraðgerða sem kynntar voru starfsfólki í gær. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu vera tugmilljóna króna hallarekstur. Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, harmar tillögur um fækkun stöðugilda. Hverjar heldurðu að mögulegar afleiðingar kunni að verða af þessu? „Klárlega þær að þeir sem eftir sitja munu koma til með að þurfa að hlaupa hraðar og það er nógu mikið álag á okkur nú þegar. Við erum að vinna ofboðslegt magn af aukavöktum, nú þegar, og ég held að þetta muni bara koma til með að ýta fólki út í veikindi eða út í önnur störf því þetta mun koma til með að auka álag á okkur alveg gífurlega.“ Hann segir að niðurskurður innan kerfisins muni á endanum bitna á föngum því langvarandi undirmönnun leiði ekkert gott af sér. „Sem þýðir það að við munum ekki geta sinnt þeim einstaklingum eins vel og við vildum gera því það er mjög stór hópur fólks hjá okkur sem á kannski ekki beint erindi inn í fangelsiskerfið heldur frekar inni á sjúkrastofnun eða slíkt og ef þessum einstaklingum með þessa andlegu erfiðleika er ekki sinnt vel og rétt þá getur voðinn orðið vís.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við í ljósi áberandi umræðu um að bæta þurfi öryggi fangavarða. „Fólk er uggandi og bara hálfreitt yfir þessu og sárt. Mig langar að skora á stjórnvöld að setja meira fjármagn í þetta kerfi þannig að bæði fangavörðum og föngum verði rótt í því sem þeir eru að reyna að gera hérna.“
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Streita og kulnun Tengdar fréttir Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47 Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47
Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19