Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. desember 2024 12:36 Stjórn Fangavarðafélags Íslands skorar á stjórnvöld að skera ekki meira niður til Fangelsismálastofnunar. Vísir/Arnar Formaður félags fangavarða segir niðurskurðaraðgerðir í fangelsismálum muni verða til þess að ýta þeim sem eftir eru í starfi út í veikindi eða önnur störf. Fangaverðir séu uggandi, sárir og reiðir. Í gær var greint frá því að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaraðgerða sem kynntar voru starfsfólki í gær. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu vera tugmilljóna króna hallarekstur. Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, harmar tillögur um fækkun stöðugilda. Hverjar heldurðu að mögulegar afleiðingar kunni að verða af þessu? „Klárlega þær að þeir sem eftir sitja munu koma til með að þurfa að hlaupa hraðar og það er nógu mikið álag á okkur nú þegar. Við erum að vinna ofboðslegt magn af aukavöktum, nú þegar, og ég held að þetta muni bara koma til með að ýta fólki út í veikindi eða út í önnur störf því þetta mun koma til með að auka álag á okkur alveg gífurlega.“ Hann segir að niðurskurður innan kerfisins muni á endanum bitna á föngum því langvarandi undirmönnun leiði ekkert gott af sér. „Sem þýðir það að við munum ekki geta sinnt þeim einstaklingum eins vel og við vildum gera því það er mjög stór hópur fólks hjá okkur sem á kannski ekki beint erindi inn í fangelsiskerfið heldur frekar inni á sjúkrastofnun eða slíkt og ef þessum einstaklingum með þessa andlegu erfiðleika er ekki sinnt vel og rétt þá getur voðinn orðið vís.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við í ljósi áberandi umræðu um að bæta þurfi öryggi fangavarða. „Fólk er uggandi og bara hálfreitt yfir þessu og sárt. Mig langar að skora á stjórnvöld að setja meira fjármagn í þetta kerfi þannig að bæði fangavörðum og föngum verði rótt í því sem þeir eru að reyna að gera hérna.“ Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Streita og kulnun Tengdar fréttir Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47 Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Í gær var greint frá því að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaraðgerða sem kynntar voru starfsfólki í gær. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu vera tugmilljóna króna hallarekstur. Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, harmar tillögur um fækkun stöðugilda. Hverjar heldurðu að mögulegar afleiðingar kunni að verða af þessu? „Klárlega þær að þeir sem eftir sitja munu koma til með að þurfa að hlaupa hraðar og það er nógu mikið álag á okkur nú þegar. Við erum að vinna ofboðslegt magn af aukavöktum, nú þegar, og ég held að þetta muni bara koma til með að ýta fólki út í veikindi eða út í önnur störf því þetta mun koma til með að auka álag á okkur alveg gífurlega.“ Hann segir að niðurskurður innan kerfisins muni á endanum bitna á föngum því langvarandi undirmönnun leiði ekkert gott af sér. „Sem þýðir það að við munum ekki geta sinnt þeim einstaklingum eins vel og við vildum gera því það er mjög stór hópur fólks hjá okkur sem á kannski ekki beint erindi inn í fangelsiskerfið heldur frekar inni á sjúkrastofnun eða slíkt og ef þessum einstaklingum með þessa andlegu erfiðleika er ekki sinnt vel og rétt þá getur voðinn orðið vís.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við í ljósi áberandi umræðu um að bæta þurfi öryggi fangavarða. „Fólk er uggandi og bara hálfreitt yfir þessu og sárt. Mig langar að skora á stjórnvöld að setja meira fjármagn í þetta kerfi þannig að bæði fangavörðum og föngum verði rótt í því sem þeir eru að reyna að gera hérna.“
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Streita og kulnun Tengdar fréttir Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47 Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47
Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19