
Annað barn Trainor og Sabara komið í heiminn
Annað barn söngkonunnar Meghan Trainor og leikarans Daryl Sabara, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Spy Kids myndunum, er komið í heiminn. Drengurinn fæddist þann 1. júlí síðastliðinn og fékk nafnið Barry Bruce Trainor.