Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hannaði silfur­men með safírum og demöntum fyrir Katy Perry

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. 

Coleen Rooney semur við Disney um Wagatha-heimildarþætti

Coleen Rooney, athafnakona og eiginkona Wayne Rooney, hefur skrifað undir samning við streymisveituna Disney+ sem nemur mörgum milljónum Bandaríkjadala. Samningurinn tryggir veitunni rétt á sýningu þáttaraðar um Wagatha Christie-dómsmálið svokallaða.

Moderna lögsækir Pfizer

Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna ætlar að lögsækja lyfjarisann Pfizer og BioNTech, þýska samstarfsaðila hans, fyrir brot á einkaleyfisrétti við þróun fyrsta bóluefnisins við Covid-19.

Segir rangt að á­sakanir um launa­þjófnað séu „kol­vit­lausar“

Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar.

Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí

Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá.

Sjá meira