Farangurskerra fauk á flugvél Icelandair í hríðinni Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs. 2.2.2024 21:05
Carl Weathers er látinn Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri. 2.2.2024 20:10
Vindur og él nái hámarki fyrri part kvölds Veðurfræðingur segir að éljagangur verði langt fram á kvöld. Veðrið nái hámarki snemma í kvöld hvað varðar vind og ákafa éljagangsins. Veðrið róist á morgun og verði orðið gott á sunnudag. Talverðum kulda er síðan spáð í næstu viku. 2.2.2024 19:08
Gætu þurft að grípa til skömmtunar á heitu vatni í öðrum sveitarfélögum Grindavík er án kalds neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar og er dreifikerfið talið verulega laskað. Stofnlögn heitavatns frá Svartsengi er sömuleiðis ónýt og er notast við leka lögn í staðinn. Hugsanlega þurfi að grípa til skömmtunar í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. 2.2.2024 18:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex ára drengs í Kópavogi er móðir hans og grunuð um að hafa orðið barni sínu að bana. Eldra barn konunnar var á leið í skólann þegar lögreglu bar að garði og er nú í úrræði á vegum barnaverndar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Grím Grímsson yfirlögregluþjón um rannsókn málsins. 2.2.2024 18:01
Fundi breiðfylkingarinnar og SA frestað til morguns Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í allan dag en fundi var hætt síðdegis og frestað til klukkan ellefu í fyrramálið. 2.2.2024 17:58
Svarar rappi um kynferðisbrot karlsins með disslagi um stóra fætur Nicki Minaj hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hún hefur hæðst að stærð og rapphæfni Megan thee Stallion og nú er von á disslaginu „Big Foot“ frá Minaj. Rapp Megan um kynferðisafbrot eiginmanns Minaj virðist hafa reitt þá síðarnefndu til reiði. 29.1.2024 00:24
Lenti á Mars í síðasta sinn Marsþyrlan Ingenuity hefur sungið sitt síðasta og mun ekki fljúga aftur. Þyrlan átti eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en hún fór langt fram úr væntingum vísindamanna og hefur haldist á lofti í þrjú ár og flogið 72 ferðir. 28.1.2024 23:32
Ánægja með að komast heim þó margir séu ósáttir við yfirvöld Grindvíkingur segir ánægjulegt að fólk fái loksins að fara inn í bæinn eftir „ævintýralega efiða“ mánuði. Mörgum Grindvíkingum líði þó eins og yfirvöld hafi komið illa fram við íbúa og forgangsraðað undarlega aðgengi að bænum. 28.1.2024 23:18
Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28.1.2024 21:54