Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Tólf klukkustunda sviðslistarhátíðin „Komum út í mínus“ fer fram laugardaginn 4. október frá hádegi til miðnættis. Markmiðið er lyfta upp grasrót íslenskra sviðslista og geta áhorfendur kíkt á dansverk um fótbolta, hlustað á uppistand, sánað sig eða fengið sér pulsu. 3.10.2025 14:03
Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Aðdáendur Taylor Swift eru sannfærðir um að poppstjarnan sé að dissa bresku tónlistarkonuna Charli XCX á nýútkominni plötu sinni. Swift syngur um ónefnda söngkonu sem baktali sig meðan viðkomandi var útúrkókuð. 3.10.2025 10:40
Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. 3.10.2025 07:02
Keith sagður kominn með nýja kærustu Kántrísöngvarinn Keith Urban er sagður þegar kominn með nýja kærustu en eiginkona hans, Nicole Kidman, sótti um skilnað í vikunni eftir nítján ára hjónaband. Kærastan ku vera yngri kona úr kantrísenunni og hefur nafn gítarleikarans Maggie Baugh verið nefnt í því samhengi. 2.10.2025 16:09
Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Rússneskur kvikmyndagerðarmaður, sem sýnir heimildarmyndina Smákarl gegn Pútín á RIFF, nær ekki að fylgja myndinni til Íslands þar sem afgreiðslu vegabréfs hans „hefur verið frestað“ af rússneskum yfirvöldum. 2.10.2025 12:17
Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Leikarinn Joseph Gordon-Levitt segir gervigreindarspjallmenni Meta ræða kynferðislega við börn og siðareglur fyrirtækisins gefi gervigreindinni fullt leyfi til þess. Eiginkona leikarans yfirgaf stjórn OpenAI vegna deilna um eigið eftirlit á gervigreindinni. 2.10.2025 10:39
Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sif Sigmarsdóttir, pistlahöfundur og samfélagsýnir, er byrjuð með vikulegan pistil á fimmtudagsmorgnum á Vísi undir yfirskriftinni „Samhengið“ þar sem hún setur umræðuna í samhengi á listaformi. Hún lýsir efninu sem léttmeti með þungavigtarpælingum. 1.10.2025 17:02
Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Tælenska leikstjóranum Apichatpong Weerasethakul voru veitt heiðursverðlaun á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) í gærkvöldi. Forseti Íslands veitti hollenska leikstjóranum Anton Corbijn jafnframt heiðursverðlaun um helgina. 1.10.2025 15:46
Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Fréttir af skilnaði Hollywood-stjörnunnar Nicole Kidman og kántrísöngvarans Keith Urban skóku heiminn í fyrradag og eru fjölmiðlar farnir að rýna í kaupmála hjónanna. Sérstök kókaínklásúla hefur vakið athygli og gæti tryggt Urban rúmlega 1,3 milljarða króna. 1.10.2025 12:29
Herra Skepna sló Hafþór utan undir Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnssson og knattspyrnumaðurinn Eyþór Wöhler heimsóttu Mr. Beast, stærstu Youtube-stjörnu heims, í íþróttahús hans í Norður-Karólínu. Þeir spiluðu saman körfubolta og Mr. Beast sló Hafþór utan undir. 30.9.2025 16:00