Lét höggin dynja á fangavörðum og fanga Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði, tvær gegn fangavörðum og eina gegn samfanga sínum. 25.8.2022 11:57
Lögreglan óskar eftir vitnum vegna alvarlegs umferðarslyss Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð milli fólksbifreiðar og rafmagnshlaupahjóls á gatnamótum Laufbrekku og Hjallabrekku í Kópavogi í gær, miðvikudaginn 24. ágúst. 25.8.2022 10:32
Hugi Halldórsson nýr markaðsstjóri Ísorku Hugi Halldórsson, best þekktur sem Ofur-Hugi, hefur hafið störf sem markaðsstjóri hjá Ísorku, rafhleðslufyrirtæki, en hann kemur þangað frá markaðsdeild Play. 25.8.2022 09:53
Stallone lét húðflúra hund yfir eiginkonuna sem sótti um skilnað Jennifer Flavin hefur óskað eftir skilnaði við Sylvester Stallone, leikarann kunnuga, eftir 25 ára hjónaband þeirra. Grunsemdir vöknuðu í gær um skilnað hjónanna þegar það birtist mynd af Stallone á netinu þar sem verið var að húðflúra hund yfir tattú hans af Flavin. 24.8.2022 17:49
Fyrrverandi kærasta John McAfee segir hann hafa sviðsett dauða sinn Í nýrri heimildarmynd um líf tæknimógúlsins John McAfee sem kemur út á Netflix í dag heldur fyrrverandi kærasta hans því fram að hann hafi sviðsett dauða sinn og sé enn á lífi í Texas. Á sama tíma berst ekkja hans áfram fyrir því að fá að sjá lík McAfee sem hefur legið í líkhúsi í Barcelona í meira en ár. 24.8.2022 16:06
Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24.8.2022 14:17
Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24.8.2022 13:09
Tónleikum frestað með eins dags fyrirvara en verða haldnir 353 dögum síðar Tónleikar Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í gær en var frestað með eins dags fyrirvara í fyrradag hafa fengið nýja dagsetningu. Samkvæmt tilkynningu skipuleggjenda munu þeir fara fram 11. ágúst 2023, eða 353 dögum eftir að þeir áttu fyrst að fara fram. 24.8.2022 11:35
Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24.8.2022 10:29
Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23.8.2022 13:35