Kaupsamningar ekki verið færri síðan í apríl 2015 Umsvif á íbúðamarkaði fara minnkandi en kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafa ekki verið færri síðan í apríl 2015 ef miðað er við 6 mánaða hlaupandi meðaltal. Fyrstu merki kólnunar á fasteignamarkaði virðast komin fram. 23.8.2022 09:43
NASA deildi óhugnanlegri hljóðupptöku af svartholi NASA deildi síðastliðinn sunnudag hljóðupptöku af svartholi úr miðju Perseusar-stjörnuþokuklasanum sem er meira en tvö hundruð milljón ljósár frá jörðinni. 23.8.2022 09:02
Ritskoðendur í Kína breyttu endinum á Skósveinunum: Gru rís upp Ritskoðendur í Kína breyttu endinum á teiknimyndinni Skósveinunm: Gru rís upp. Ritskoðunin er enn eitt dæmi þess að yfirvöld í Kína breyti Hollywood-myndum eða ritskoði þær fyrir innlendan markað. 23.8.2022 08:07
Hægviðri, skýjað að mestu en þurrt á landinu í dag Í dag verður hægviðri, skýjað að mestu leyti og þurrt á landinu samkvæmt spá Veðurstofunnar. Þó verður rigning á Suðausturlandi og víða á austanverðu landinu. Þá verður allhvasst norðaustantil og í Öræfum og eru ökumenn því hvattir til að aka varlega á því svæði. 23.8.2022 06:55
Rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt Ólíkt síðustu helgi þar sem var mikið um að vera hjá lögreglunni vegna Menningarnætur og erils tengdum henni þá var fremur rólegt á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 23.8.2022 06:28
Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22.8.2022 15:23
Ójöfnuður hafi aukist í fyrra Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna. 22.8.2022 14:25
Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni. 22.8.2022 13:01
Rauðpanda kom eins og kraftaverk í heiminn mánuði eftir dauða föðurins Fæðingu rauðpöndu í dýragarði í Bretlandi í síðasta mánuði hefur verið lýst sem kraftaverki. Bæði vegna þess að rauðpöndur eru í útrýmingarhættu og af því að faðir dýrsins lést fyrir mánuði síðan eftir margra ára æxlunarátak dýragarðsins. 22.8.2022 09:00
Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22.8.2022 07:52
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent