Líkfundur í Borgarnesi Lík fannst í fjöru skammt frá Borgarnesi í dag. Vegfarandi tilkynnti um líkið fyrr í kvöld og er málið í rannsókn að sögn lögreglu. 13.4.2023 18:56
Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum. 13.4.2023 06:01
Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga. 12.4.2023 14:38
Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12.4.2023 10:14
Segja íslensku olíufélögin hafa gert þegjandi samráð um að lækka ekki verð Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir forstjóra Skeljungs reyna að afvegaleiða umræðu um óeðlilega hátt bensínverð hér á landi. Félagið segir að íslensku olíufélögin hafi með sér þegjandi samráð um að lækka ekki útsöluverð á bensíni og dísilolíu þrátt fyrir lækkandi verð eldsneytis á heimsmarkaði. 11.4.2023 17:28
Stofnandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás Hlal Jarah, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á öðrum degi jóla 2020 þar sem hann veittist að konu, sló hana í höfuðið og sparkaði í maga hennar. Honum ber að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna. 11.4.2023 16:42
Twitter ekki lengur til sem hlutafélag Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann. 11.4.2023 14:20
Al Jaffee er látinn Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós. 11.4.2023 13:12
Fantamikill Fanta-skortur tilkominn vegna nýs vélabúnaðar Neytendur hafa tekið eftir því undanfarið að Fanta og Coke Light hafa verið illfáanleg í verslunum. Ástæðan er hik á framleiðslu drykkjanna í kjölfar fjárfestingar Coca-Cola á nýjum vélabúnaði hérlendis. Markaðsstjóri segir fyrirtækið reyna að anna eftirspurn en þurfi líka að forgangsraða. 11.4.2023 11:35
Leikarinn Michael Lerner látinn Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past. 9.4.2023 23:36