Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri segist hafa verið rangkynjuð alla ævi vegna útlits síns. Transfóbía og hysterísk kynjatvíhyggja bitni á öllum og atvikum sem byggi á slíku fari fjölgandi. Fólk eigi að fá að stjórna eigin líkömum og segir hún trans hatur skerða frelsi allra. 7.5.2025 23:03
„Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi telur mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn starfi sínu á páfastóli. Hann á ekki von á að páfakjör dragist á langinn og telur að efst á baugi næst páfa verði að hvetja til friðar. Páfakör varði ekki aðeins kaþólsku kirkjuna. 7.5.2025 22:08
„Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Nú þegar Bogi Ágústsson fréttaþulur hefur lesið sinn síðasta fréttatíma á Ríkisútvarpinu virðist hann ekki þurfa á eins mörgum bindum að halda og áður. Hann er allavega búinn að koma tveimur pappakössum af bindum í búningasafn Rúv. 7.5.2025 19:38
Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til aðhvað selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7.5.2025 19:09
„Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Rokkarinn Björgúlfur Jes, söngvari Spacestation, gaf nýverið út fyrstu smáskífu sína, „Alltof mikið, stundum“ undir listamannsnafninu Straff. Laginu má lýsa sem fullorðinsútgáfu af „Laginu um það sem er bannað“ og er von á stuttskífu í lok sumars. 7.5.2025 17:38
Margrét hættir sem forstjóri Nova Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, hefur óskað eftir að láta af störfum eftir sjö ár í forstjórastól og 18 ár hjá félaginu. Hún mun gegna starfinu áfram til 1. desember og sinna ráðgjöf fyrir félagið eftir að hún lætur af störfum. 7.5.2025 17:21
Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7.5.2025 08:53
Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. 6.5.2025 15:55
Verzló vann MORFÍs Lið Verzlunarskóla Íslands var hlutskarpast í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, í ár. Úrslitin fóru fram á Hilton Nordica-hótelinu á miðvikudag, þar sem Verzló mætti Menntaskólanum við Sund. 6.5.2025 13:48
„Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Kona ók bíl inn í garð nágranna síns og utan í hús hans í Yrsufelli í Reykjavík í morgun. Eigandi hússins var að drekka morgunkaffi þegar hann fann höggið og sá bílinn í garðinum. Konan reyndi síðan að keyra í burtu og gat engar skýringar gefið á árekstrinum. 6.5.2025 12:17